Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 55
útbreiðslu, eða brjóta heilann um þau sem stóðu ein og nakin á seðlum, orð sem rekið hafði á fjörur orðheimtumanna án þess að nokkur dæmi fyndust um hlutverk þeirra. Kærust voru honum þó jafnan áhaldaheitin. Víða í skúffum leyndust slík heiti, sem hann þóttist viss um að enginn maður þekkti lengur nema hann. Þau afritaði liann á eigin seðla og átti orðið dálítið einkasafn í skrifborðsskúffu hjá sér og sat löngum við að raða þessum seðlum sínum og flokka orðin á ýmsa vegu; tautaði þau þá gjama fyrir munni sér og hvarf angurværum huga aftur til þeirra tíma er þau höfðu verið hluti af daglegu máli. Þetta litla orðasafn var það sem hann síst hefði viljað skilja við sig í þessu lífi, en hélt þó fast við þá reglu, að heyrði hann eitthvert þeirra af annarra vörum eða sæi á prenti, tók hann það umsvifalaust úr safni sínu. Og af því að hann hafði aldrei fallið í þá freistni að stinga undan orði, fjarlægja það úr seðlasafni stofnunarinnar og geyma aðeins hjá sér, hafði hann orðið að sætta sig við að hinir og þessir hremmdu orð, sem hann hafði eignað sér, birtu þau í ræðu eða riti og sviptu þau svo ljóma sínum að hann þekkti þau naumast aftur fyrir sömu orð. Þetta var ekki sársaukalaust, en hann huggaði sig við það, að þeim orðum mundi smámsaman fjölga sem féllu í algjöra gleymsku. Að öðru leyti hafði hann helgað sig starfinu og í áratugi heyjað Orðheimtunni í kyrrþey hálfgleymd orð úr prentuðum heimildum, en einnig úr mæltu máli. Hann var iðulega að sniglast á elliheimilum, á fámennum vinnustöðum þar sem honum hafði tekist að gera sig heimakominn, eða niðrí bátum í höfninni; alls staðar þar sem vænta mátti að fágæt orð slæddust útúr mönnum. En áhugi hans hafði aldrei náð lengra en að festa þessi orð á seðla sinni settlegu hendi, skrá brýnustu upplýsingar um þau, geta heimildarmanna og tilfæra dæmi um notkun. Annars skrifaði hann ekki staf og hafði til dæmis aldrei fengist til að annast útvarpsþátt þeirra Orðheimmmanna. Þetta framtaksleysi stafaði þó hvorki af hógværð né leti heldur má segja að það hafi endurspeglað viðhorf hans til starfsins. Honum hafði alltaf fundist að orðasöfnunin ætti að fara eins leynt og kostur væri; dýrmætum orðum ætti ekki að flíka og aðeins valinn hópur kunnáttumanna að hafa aðgang að seðlasafninu. Gálaus umfjöllun um orðheimtuna á opinberum vettvangi var honum mjög á móti skapi. Það náði engri átt, fannst honum, að spreða dýrum orðum í blaðasnápa og stjómmálamenn, sem svo fleygðu þeim skiln- ingslaust inn í umræðu um lítilmótlegustu efni. Hann var því líka manna fegnastur að upphaflegur tilgangur Orðheimtunnar, að efna í nýta orðabók handa landsmönnum, var nær alveg gleymdur, enda voru Orðheimtumenn á einu máli um það að frágangssök væri að gefa út á meðan enn kynni einhversstaðar að leynast orð, sem þeir hefðu ekki náð til, eða grafa mætti upp viðbótarmerkingu fomra orða í seðlasafninu. TMM 1991:1 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.