Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 57
Bjartsýni hans að þetta yrði áhlaupaverk varð þó skammvinn og hann var farinn að örvænta þegar gamall sveitungi hans kom honum loks á sporið. Eins og margir hafa reynt duga hjábörnin oft aðeins skamma hríð; fyrr en varir er skaftið tekið að gjögta á ný, sama hvað kýlt er á börnin. Nú á dögum skipta menn auðvitað bara um skaft, en áður fyrr urðu menn að láta sér nægja að skipta um fleyga; reka sífellt stærri fleyga niður með skaftinu. En þeir höfðu líka verið til — og það voru einkum búskussamir — sem í stað þess að skipta um fleyga létu duga að skjóta minni fleygum niður með skaftinu og fleygunum sem fyrir voru. Þessir aukafleygar, sagði heimildar- maðurinn, höfðu ábyggilega haft sérstakt heiti, sem hann þóttist einhvemtíma hafa heyrt, en mundi ekki lengur. Hann gat þó vísað á háaldraða konu austur í sveitum, sem hann þóttist vita að kynni skil á þessu, en verst var að hún lá svo að segja fyrir dauðanum það hann síðast vissi. Orði ákvað að freista þess að ná þegar tali af þessari konu, enda mátti víst ekki tæpara standa. Hann náði símasambandi við bæinn þar sem hún var heimilisföst og tengdadóttir hennar, sem svaraði, féllst með semingi á að hann kæmi og reyndi að veiða upp úr henni þessa dýrmætu vitneskju, sem hann héldi hana luma á, hvað sem það nú gæti verið. En gamla konan væri mjög langt leidd, sagði tengdadóttirin, svo að hann yrði að hafa hraðan á en mætti heldur ekki valda henni miklu ónæði. Hann tók sér því far með rútunni austur strax næsta dag, sem var sunnudagur í endaðan febrúar, sólbjartur dagur, logn og nær frostlaust. Á láglendi var víða auð jörð en heiðin einn glitrandi silfurhjúpur og fjöll alhvít svo langt sem auga eygði; aðeins hafði tekið upp af hrauninu hér og hvar og litbrigði mosans voru ótrúlega skær. En þegar komið var á Kambabrún var orðið dimmt í lofti; síðan tók að snjóa og í Ölfusinu huldi hríð alla útsýn. Annað veifið datt þó allt aftur í dúnalogn og um stund blikaði á hrímhvítt landið óáreitt í síðvetrarsólinni. Hann var orðinn eini farþeginn þegar hann náði á áfangastað. Bílstjórinn, þægilegheita maður, fór út úr bílnum til að vísa honum til vegar. Bærinn væri þama undir ásnum; hann skyldi ganga veginn upp með ánni hémamegin og uppað heimari brúnni; hann yrði að vísu fljótari að fara rakleiðis yfir ána, en varla að ísinn væri nógu traustur lengur eftir hlýindin í fyrri viku. Loks sagðist bílstjórinn mundu verða þama aftur á leið oneftir eftir tvo klukkutíma og skyldi hinkra við eftir honum ef það skakkaði til. Síðan settist hann undir stýri og ók burt. Orðheimtumaðurinn stóð eftir á fannbörðum mel, reyrði úlpuhettuna fastar undir kverk og þrammaði svo af stað upp heimreiðina. Þar sem hann tróð skaflana og varð öðru hvoru að setja undir sig hausinn á móti hríðarrokunum var hann þó líka að gjóa augum TMM 1991:1 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.