Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 58
til árinnar. Honum virtist hún vera held og sýndist hann meira að segja grilla í sporaslóð
yfir hana í stefnu á bæjarhúsin, en afréð þó að fara brúna.
Á brúnni stansaði hann til að hvíla sig, hallaði sér fram á riðið, og lét höfuðið hanga.
Litlu neðar stóðu gráýróttar klappir upp úr ísnum, en ofan við þær var svarblátt, skafíð
svell. Nú slotaði enn veðrinu, og birti til, og þá heyrði hann duna í ísnum og hugsaði með
sér að áin hlyti að vera straumhörð undir brúnni og djúpur hylur fyrir neðan klappimar.
Og þar var skyndilega kominn hópur af hröfnum. Hann taldi þá. Þeir voru sjö og hann
taldi þá aftur því að þetta kom ekki heim við vitneskju hans um atferli hrafna. En það var
ekki um að villast, hrafnamir voru sjö, og þegar hann horfði á þá hoppa þarna og dansa
gargandi milli klappanna var hann allt í einu gripinn ónotahrolli sem á einhvem undar-
legan hátt skyggði örlítið á þennan vonbjarta dag í lífi hans.
Hann var orðinn snjóugur upp í mitti og móður þegar hann náði upp að bænum.
Bóndinn, luntalegur, miðaldra maður, lauk upp fyrir honum og leiddi hann þegjandi inn
í eldhús til konu sinnar, sem sýndist heldur ekki verða tiltakanlega glöð við gestakomuna.
Eftir langa og heimóttarlega þögn ítrekaði orðheimtumaður erindið; að hann hefði gmn
um að gamla húsmóðirin lumaði á vitneskju sem ekki mætti fyrir nokkum mun glatast.
Húsbóndinn þagði sem fyrr, en húsfreyja áminnti orðheimtumann að hann mætti hvorki
ganga hart að gömlu konunni né dvelja lengi hjá henni þar sem hún væri orðin mesta hró;
að svo mæltu vísaði hún honum upp í loftkytm þar sem gamla konan lá í rúmi og virtist
í fljótu bragði þegar vera sofnuð svefninum langa. En þegar hann settist á rúmbríkina hjá
henni og þau voru orðin ein lauk hún upp tortryggnislegum, fölbláum augum, sem um
leið vom dálítið óttaslegin, og horfði á komumann.
„Voru það þau niðri sem sendu þig?“ spurði hún, er hann hafði hálf hrópað erindið
tvívegis í eyra henni. Þegar hann hafði sannfært hana um að svo væri ekki kom
ánægjusvipur á andlit hennar og hún ræskti sig þrisvar áður en hún hvíslaði að það væri
eins og sig rámaði í að eitthvað hefði þetta nú verið kallað. Svo starði hún tómum augum
upp í loft nokkra stund, en benti honum síðan að lúta ofan að sér og hvíslaði einhverju að
honum. Hann kipptist til og ljómaði af gleði þegar hann reisti sig aftur upp. Hann
margtautaði og gældi með vömnum við orðið sem hann hafði haft uppúr henni; eftir það
fór hann að ókyrrast, en gamla konan féll aftur í mók, og þegar hann læddist út úr
kompunni var hún jafn lífvana í rúminu og þegar hann hafði komið.
Niðri beið hans tilhlýðilegt kaffi og kökumusl en hjónin voru jafn þurrleg og áður og
hímdu þögul á bekk við eldhúsborðið. Hann varð feginn því að vera ekki spurður um
erindislok, og feginn þögninni þar sem hann sat í krók við gluggann, ljómandi af
ólýsanlegri hamingju og maulaði kanelsnúð með kaffinu. Honum var nú mest í mun að
komast af stað með vitneskju sína; einhvernveginn þóttist hann ekki óhultur um hana fyrr
48
TMM 1991:1