Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 59
en hann væri kominn heim í herbergi sitt og gæti fest hana á seðil. Öðru hvoru tautaði
hann þó heitið frá gömlu konunni ofurlágt ofan í bringu sér og skríkti af kátínu í hvert
sinn. Hjónin horfðu á hann þegjandi og hissa.
Það var orðið áliðið dags og dimmt nema hvað við og við lýsti upp af tungli í
skýjarofum: snjóbreiðumar, klakaherpta ána og snædrifna mela og börð handan hennar
langa vegu. Nú var kominn tími til að ná í veg fyrir bílinn. Um leið og hann þakkaði og
kvaddi hvarflaði að honum að spyrja bónda hvort áin væri á heldu en þóttist vita að hann
fengi ekki neitt afdráttarlaust svar og lét það vera.
Og það var vel ratljóst þegar hann kom út og hann var fljótur ofan túnið; valt eiginlega
úr einum skafli í annan þar til hann stóð á árbakkanum spölkom neðan við brúna. Hann
sá að gott mundi vera að geta sparað sér krókinn og komast beint yfir á troðninginn hinum
megin. Hann klofaði því út á klappimar ofan við hylinn, en fann að þær vom hálar og
klöngraðist aftur ofan af þeim niður á svellið.
I sama mund heyrði hann mikinn dyn, sem honum fannst berast frá ánni lengra uppfrá,
og yfirgnæfði þegar niðinn undir fótum hans. Það greip hann í senn geigur og fát en þó
stóð hann sem frosinn við ísinn. Hugsun hans, sem hafði verið rígbundin við orðið dýra
frá því að hann kom út frá gömlu konunni, fór nú öll á ringulreið. Ekki gat áin verið að
ryðja sig í þessu tíðarfari um hávetur, og þó: hlýindin í fyrri viku, frostleysumar
undanfama daga —
Skyndilega dimmdi mikið af hægfara skýjaflóka, sem dró fyrir tunglið, svo að í
skímunni sýndist honum í fyrstu ekki annað vera en að skýin spegluðust í ísnum, þar til
hann áttaði sig á að allt var komið á hreyfingu undir fótum hans, dynurinn orðinn að
ærandi braki og brestum ofan eftir allri á en íshellan, sem hann stóð á, laus af hylnum í
einu lagi og komin á skrið í beljandi straumi.
Hann gerði sér strax ljóst hvert stefndi, en orðið þrengdi sér um leið aftur fram og
sefaði andartak hræðslu hans; jafnskjótt rann það upp fyrir honum að þetta dýrmæta orð
væri nú að eilífu að glatast og var lostinn hálfu meiri skelfingu en fyrr. Hann gat enn fótað
sig á ísjakanum og í því að aftur dró frá tungli sá hann útundan sér einhvem, líklega
bóndann, hlaupa niður eftir árbakkanum samhliða sér, baða út öllum öngum og ákalla
Drottin. I örvæntingu sinni reyndi Orði að færa fæturna betur sundur, bera hendur að
munni sér og freista þess að kalla orðið til mannsins upp á bakkanum. En um leið og hann
opnaði munninn hætti hann við, hendumar féllu, og það var einsog drýgindalegt bros
færðist yfir afskræmt andlit hans.
í sömu svipan missti hann alveg fótanna, rann útaf jakanum ofan í strauminn og hvarf
í iðandi hrönglið.
TMM 1991:1
49