Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 59
en hann væri kominn heim í herbergi sitt og gæti fest hana á seðil. Öðru hvoru tautaði hann þó heitið frá gömlu konunni ofurlágt ofan í bringu sér og skríkti af kátínu í hvert sinn. Hjónin horfðu á hann þegjandi og hissa. Það var orðið áliðið dags og dimmt nema hvað við og við lýsti upp af tungli í skýjarofum: snjóbreiðumar, klakaherpta ána og snædrifna mela og börð handan hennar langa vegu. Nú var kominn tími til að ná í veg fyrir bílinn. Um leið og hann þakkaði og kvaddi hvarflaði að honum að spyrja bónda hvort áin væri á heldu en þóttist vita að hann fengi ekki neitt afdráttarlaust svar og lét það vera. Og það var vel ratljóst þegar hann kom út og hann var fljótur ofan túnið; valt eiginlega úr einum skafli í annan þar til hann stóð á árbakkanum spölkom neðan við brúna. Hann sá að gott mundi vera að geta sparað sér krókinn og komast beint yfir á troðninginn hinum megin. Hann klofaði því út á klappimar ofan við hylinn, en fann að þær vom hálar og klöngraðist aftur ofan af þeim niður á svellið. I sama mund heyrði hann mikinn dyn, sem honum fannst berast frá ánni lengra uppfrá, og yfirgnæfði þegar niðinn undir fótum hans. Það greip hann í senn geigur og fát en þó stóð hann sem frosinn við ísinn. Hugsun hans, sem hafði verið rígbundin við orðið dýra frá því að hann kom út frá gömlu konunni, fór nú öll á ringulreið. Ekki gat áin verið að ryðja sig í þessu tíðarfari um hávetur, og þó: hlýindin í fyrri viku, frostleysumar undanfama daga — Skyndilega dimmdi mikið af hægfara skýjaflóka, sem dró fyrir tunglið, svo að í skímunni sýndist honum í fyrstu ekki annað vera en að skýin spegluðust í ísnum, þar til hann áttaði sig á að allt var komið á hreyfingu undir fótum hans, dynurinn orðinn að ærandi braki og brestum ofan eftir allri á en íshellan, sem hann stóð á, laus af hylnum í einu lagi og komin á skrið í beljandi straumi. Hann gerði sér strax ljóst hvert stefndi, en orðið þrengdi sér um leið aftur fram og sefaði andartak hræðslu hans; jafnskjótt rann það upp fyrir honum að þetta dýrmæta orð væri nú að eilífu að glatast og var lostinn hálfu meiri skelfingu en fyrr. Hann gat enn fótað sig á ísjakanum og í því að aftur dró frá tungli sá hann útundan sér einhvem, líklega bóndann, hlaupa niður eftir árbakkanum samhliða sér, baða út öllum öngum og ákalla Drottin. I örvæntingu sinni reyndi Orði að færa fæturna betur sundur, bera hendur að munni sér og freista þess að kalla orðið til mannsins upp á bakkanum. En um leið og hann opnaði munninn hætti hann við, hendumar féllu, og það var einsog drýgindalegt bros færðist yfir afskræmt andlit hans. í sömu svipan missti hann alveg fótanna, rann útaf jakanum ofan í strauminn og hvarf í iðandi hrönglið. TMM 1991:1 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.