Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 72
ónýtur og vitið sem ég er nálægt því að missa... Þetta hefur ekki kostað þig annað en um það bil 15.000 franka sem þú hefur greitt mér fyrirfram." Síðar í bréfinu kemur í ljós að Vincent þarf ekki örvun frá drykkjufélögunum í París til að staupa sig í fásinninu og leiðindunum í Suður-Frakk- landi. Hann er þá greinilega farinn að slaka á í vínbindindinu sem hann fór í eftir að hann kom frá París: . . . ég kasta mér út í vinnuna og uppsker skyssumar; ef ólgan innra með mér gerist of mikil, drekk ég einu glasi of mikið til að deyfa sársaukann. Maður er að sjálfsögðu skaddaður ef miðað er við hvað maður œtti að vera. í gamla daga fannst mér ég vera miklu minni málari, núna mála ég til að dreifa huganum; þeir sem eru bilaðir á geðsmun- um [toqué] elta kanínur af svipuðum ástæð- um: til að dreifa huganum. Einbeiting mín fer vaxandi, höndin verð- ur ömggari. Þess vegna þori ég næstum að sverja að málverkin mín eiga eftir að batna, því ég á ekkert eftir nema þau. Hefurðu lesið í bók Goncourt-bræðranna hvemig Jules Dupré kom þeim fyrir sjónir sem geðveikur líka? Jules Dupré fann listaverkasafnara sem greiddi honum föst laun. Bara ef ég gæti fundið slíkan aðila svo ég væri ekki svona mikil byrði á þér. Eftir erfiðleikana sem ég gekk í gegnum þegar ég kom hingað, hef ég ekki getað gert neinar áætlanir; mér líður miklu bet ur núna, en vonin, löngunin til að standa sig er horf- in, og ég vinn af nauðsyn, vegna þess að ég má til að dreifa huganum svo að ég þjáist ekki of mikið andlega ... (Bréf 513). Vincent gerir sér nú að einhverju leyti grein fyrir, að hann telst ekki til þeirra sem búa yfir fullri skynsemi og í næsta bréft til Theo (29. júlí) líkir hann sjálfum sér, í hálfkær- ingi þó, við hinn geðveika Hugo van der Goes í málverki Emils Wauters. Hann á ekki heldur gott með að taka á drykkju- vandamáli sínu öðru vísi en í hálfkæringi. Hann segir Theo sögu sem hann hefur vafa- laust fengið að láni hjá félögum sínum í Arles, ef til vill frá drykkjuboltanum og póstmanninum Roulin, sem reyndist Vin- cent svo vel í veikindum hans: Varðandi það að drekka of mikið ... hvort það er slæmt veit ég ekki. En líttu á Bis- marck . . . læknirinn hans sagði honum að hann hefði alltaf drukkið of mikið og að hann væri búinn að ofgera maga sínum og heila. Bismarck hætti strax að drekka. Eftir það missti hann allan kraft og náði sér ekki á strik aftur. Hann hlýtur að hlæja innilega í laumi að lækninum sínum; sem betur fer hafði hann ekki samband við hann fyrr. (Bréf 514). Flog og geöveiki í síðasta bréfinu sem Vincent skrifar til Theo, áður en Gauguin sest að hjá honum í Gula húsinu í Arles hinn 20. október 1888, likir hann sér aftur við hinn sinnissjúka Hugo van der Goes í málverki Emils Waut- ers. Hann hefur þá málað sér til óbóta vik- um saman svo að hann eigi sem flest málverk til að vinna hylli og virðingu Gauguins. Hann vinnur meðal annars úti undir beru lofti um nætur til að ná betur áhrifum nætur- birtunnar í málverkum af landslagi og hús- um á mismunandi stöðum í Arles. Þegar ekki nýtur birtu frá götuljósum til að vinna við um nætur, krýnir hann höfuð sitt með logandi kertakransi og málar þannig við 62 TMM 1991:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.