Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 76
sjúkdómur vafalaust magnað floga- og geð-
veikiseinkennin, sem hann fór þó ekki að
þjást af fyrr en eftir 35 ára aldur.
Líklegast hafa orsakimar fyrir geðveikis-
köstum Van Goghs verið líffræðilegar að
mestu leyti. Talsverð veiklun var í ætt hans:
móðursystir hans var flogaveik, systir hans,
Wil, var þunglyndissjúklingur og dvaldi á
geðsjúkrahúsi síðustu 39 æviár sín, frændur
hans í föðurætt voru þunglyndir og veiklað-
ir á sinni; Theo bróðir hans varð geðveikur
og yngsti bróðirinn svipti sig líklega lífi.
Fjómm mánuðum eftir að Vincent skar af
sér eymasnepilinn, skrifar hann bréf til
Theo, og er þá nýstiginn upp úr margra
vikna veikindum. Hann gerir sér nú grein
fyrir því hversu veikur hann er og að hann
getur ekki séð um sig sjálfur. í þessu bréfi
lítur hann yfir farinn veg og gerir sér loks
grein fyrir því að mótlætið, sem hann hefur
átt við að stríða allt sitt líf, er ekki fyrst og
fremst öðrum að kenna eins og hann hafði
gjaman haldið, heldur hefur einæði hans og
stríð lund átt drjúgan þátt í að gera honum
lífið erfiðara en annars hefði orðið.
Ég talaði við herra Salles aftur og hann
sagðist hafa skrifað þér. Ég held að þetta sé
best svona og ég sé ekki neina aðra leið.
Hæfileikinn til að hugsa er smám saman að
koma afturen ég ræð alls ekki við að sjá um
það sem gera þarf á sama hátt og áður. Ég
er utangátta og get ekki annast sjálfan mig
sem stendur. . . . Ég er sannfærður um að
þetta hafi verið að gerjast innra með mér
mjög lengi, og að annað fólk hafi konrið
auga á einkenni andlegrar veiklunar hjá
mér. Þetta fólk hefur haft grunsemdir sem
höfðu við haldbetri rök að styðjast en mín
órökstudda vissa um að hugsanir mínar
væru eðlilegar, sem þær voru ekki. Þessi
niðurstaða hefur mildað marga þá dóma
sem ég hef of oft fellt, á meira eða minna
hrokafullan hátt, yfir fólki sem í rauninni
vildi mér vel. (Bréf 586).
Síðasta árið í lífi Vincents skiptust á ömur-
legar sjúkdómsvikur og mánuðir þar sem
hann virtist vera fullkomlega heilbrigður.
Hann hafði snemma ofgert líkama sínum
með því að fasta of lengi á því tímabili er
hann aðhylltist öfgar í trúmálum. Oft borð-
aði hann dögum saman ekki annað en brauð
eða nærðist einungis á kaffi. Stundum
reykti hann allt of mikið til að sefa sárasta
hungrið í fátæktinni síðustu árin sem hann
lifði. Hann vildi oft á tíðum frekar kaupa
striga og dýra olíuliti en mat. Árum saman
hafði hann þjáðst af magakvillum vegna
lélegs og lítils matar og áfengisneysla hans
hefur síst bætt þar um.
Þegar Vincent dvaldist í Arles fórhann að
hugsa aðeins betur um heilsuna og borða
betri mat, enda fjárhagurinn þá ekki eins
þröngur og oft áður. Þegar hann byrjar síð-
an aftur að drekka í Arles, bæði absint og
koníak (sem Toulouse-Lautrec blandaði
gjaman saman í kokteil, sem hann kallaði
„tremblement de terre“ eða ,,jarðskjálfta“)
þá var það bæði út úr leiðindum og vegna
einmanaleika og einangmnar; svo og vegna
drykkjusýki. En þó var það ekki síst fyrir
málverkið, sem hann fómaði heilsu sinni
síðustu tíu árin. Hann skrifaði Theo síðar að
hann hefði orðið að vera talsvert hátt
stemmdur til að ná „gulu háu nótunni“, sem
hann kallaði svo, í málverkum sínum.
Einmanaleikinn og sjálfsvígiö
Síðustu mánuðina sem Vincent lifði, bjó
hann í þorpinu Auvers rétt norðan við París
þar sem læknir að nafni Gachet hafði um-
sjón með honum. Van Gogh málaði mynd
66
TMM 1991:1