Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 78
Ungfrú Ravoux, dóttir kaffihúseigandans í Auvers. það kom okkur mjög á óvart því hann var mjög nákvæmur í öllum samskiptum sínum við okkur, hann kom alltaf á réttum tíma í mat. Við sátum öll á veröndinni fyrir fram- an gistiheimilið ... Það var komið fram á kvöld þegar við sáum Vincent koma, klukkan hefur líklega verið um níuleytið. Hann gekk örlítið álút- ur, með hendurnar um magann. . . . Mamma sagði: „Herra Vincent, við vorum farin að hafa áhyggjur, það er gott að þú ert kominn heim; hefur nokkuð komið fyrir þig?“ Hann svaraði með erfiðismunum: „Nei, en ég . .Hann lauk ekki við setninguna, heldur fór inn á gistiheimilið, upp stigann og inn í herbergið sitt... Okkur fannst þetta svo einkennilegt að faðir minn stóð upp og fór að stiganum til þess að hlusta eftir því hvort hann heyrði eitthvað óvenjulegt. Hann þóttist heyra stunur svo hann hraðaði sér upp og kom að Vincent samanhnipruðum í rúmi sínu, með hnén upp að höku, kveinkandi sér. „Hvað er að?“ spurði pabbi, „Ertu veikur?" Vin- cent lyfti þá upp skyrtunni sinni og sýndi honum örlítið sár í grennd við hjartað. Pabbi sagði, „Aumingja maðurinn, hvað hefurðu gert?“ „Ég ætlaði að svipta mig Iífi“ svaraði Van Gogh ...“ (Stein, bls. 214). Dauðastríð Vincents stóð yfír í tvo daga. Kúlan sem hann ætlaði hjarta sínu lenti of nálægt maganum. Hann skaut sig einhvers- staðar úti á akri og síðan leið yfir hann; þegar hann rankaði við sér fann hann ekki byssuna aftur og gat því ekki bætt um betur í framkvæmdum sínum. Hann haltraði þá heim á gistiheimilið. Ravoux tilkynnti Theo hvað gerst hafði og Theo kom og vakti yfir Vincent síðustu stundimar. Daginn áður en Vincent dó skrifaði Theo bréf til eiginkonu sinnar þar sem hann lýsti líðan og lífsaf- stöðu Vincents við þessar átakanlegu að- stæður. I bréfinu, og öðrum sem hann skrifar um þetta leyti, má lesa óbeint hvað bræðurnir ræddu um mest megnis á móður- máli sínu, hollensku, síðustu stundimar sem þeir áttu saman. Hollenskuna notuðu þeir við þetta tækifæri svo viðstaddir gætu ekki skilið hvað þeir segðu; annars skrifuð- ust þeir á og töluðu yfirleitt saman á frönsku: Aumingja Vincent, hann fékk svo lítið af hamingjunni í sinn hlut, og hann á engar blekkingar til að hugga sig við; byrðin verður honum of þung á stundum, honum finnst hann vera svo einn ... hann sagði að það væri ekki hægt að ímynda sér að til væri svona mikil sorg í heiminum. (Cabanne, bls. 269). Tveimur dögum eftir lát Vincents skrifar Theo bréf til móður sinnar: 68 TMM 1991:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.