Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 78
Ungfrú Ravoux, dóttir kaffihúseigandans í Auvers.
það kom okkur mjög á óvart því hann var
mjög nákvæmur í öllum samskiptum sínum
við okkur, hann kom alltaf á réttum tíma í
mat. Við sátum öll á veröndinni fyrir fram-
an gistiheimilið ...
Það var komið fram á kvöld þegar við
sáum Vincent koma, klukkan hefur líklega
verið um níuleytið. Hann gekk örlítið álút-
ur, með hendurnar um magann. . . .
Mamma sagði: „Herra Vincent, við vorum
farin að hafa áhyggjur, það er gott að þú ert
kominn heim; hefur nokkuð komið fyrir
þig?“
Hann svaraði með erfiðismunum: „Nei,
en ég . .Hann lauk ekki við setninguna,
heldur fór inn á gistiheimilið, upp stigann
og inn í herbergið sitt...
Okkur fannst þetta svo einkennilegt að
faðir minn stóð upp og fór að stiganum til
þess að hlusta eftir því hvort hann heyrði
eitthvað óvenjulegt. Hann þóttist heyra
stunur svo hann hraðaði sér upp og kom að
Vincent samanhnipruðum í rúmi sínu, með
hnén upp að höku, kveinkandi sér. „Hvað
er að?“ spurði pabbi, „Ertu veikur?" Vin-
cent lyfti þá upp skyrtunni sinni og sýndi
honum örlítið sár í grennd við hjartað.
Pabbi sagði, „Aumingja maðurinn, hvað
hefurðu gert?“
„Ég ætlaði að svipta mig Iífi“ svaraði Van
Gogh ...“ (Stein, bls. 214).
Dauðastríð Vincents stóð yfír í tvo daga.
Kúlan sem hann ætlaði hjarta sínu lenti of
nálægt maganum. Hann skaut sig einhvers-
staðar úti á akri og síðan leið yfir hann;
þegar hann rankaði við sér fann hann ekki
byssuna aftur og gat því ekki bætt um betur
í framkvæmdum sínum. Hann haltraði þá
heim á gistiheimilið. Ravoux tilkynnti Theo
hvað gerst hafði og Theo kom og vakti yfir
Vincent síðustu stundimar. Daginn áður en
Vincent dó skrifaði Theo bréf til eiginkonu
sinnar þar sem hann lýsti líðan og lífsaf-
stöðu Vincents við þessar átakanlegu að-
stæður. I bréfinu, og öðrum sem hann
skrifar um þetta leyti, má lesa óbeint hvað
bræðurnir ræddu um mest megnis á móður-
máli sínu, hollensku, síðustu stundimar
sem þeir áttu saman. Hollenskuna notuðu
þeir við þetta tækifæri svo viðstaddir gætu
ekki skilið hvað þeir segðu; annars skrifuð-
ust þeir á og töluðu yfirleitt saman á
frönsku:
Aumingja Vincent, hann fékk svo lítið af
hamingjunni í sinn hlut, og hann á engar
blekkingar til að hugga sig við; byrðin
verður honum of þung á stundum, honum
finnst hann vera svo einn ... hann sagði að
það væri ekki hægt að ímynda sér að til væri
svona mikil sorg í heiminum. (Cabanne,
bls. 269).
Tveimur dögum eftir lát Vincents skrifar
Theo bréf til móður sinnar:
68
TMM 1991:1