Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 82
Strindberg var óhemju margslunginn persónuleiki. Hann var afar frjór og af- kastaði miklu, og samanburður á raunsæis- verkunum frá níunda áratugnum og dul- hyg^juverkunum uppúr aldamótum vekur spumingar um hvernig hann gat endumýj- að sig með svo róttækum hætti. Hann var aldrei stilltur, hafði sjaldan ró í sálinni, heldur var hann sífellt að umskapa, sífellt að leita og var kannski alla tíð sárþjáður maður. Sem róttækur gagnrýnandi þjóð- skipulagsins var hann miskunnarlaus og haukfránn. Hið fræga kvenhatur hans, sem meðal annars átti rót sína í hjónaskilnaði hans og leikkonunnar Siri von Essen, verð- ur ekki aðeins skilið sem persónuleg beiskja. Einkamál Strindbergs hafa að vísu jafnan sitt að segja þegar skoðanir hans em athugaðar, og sumt virðist allt að því bama- leg eða augljós afleiðing af hans eigin raun- um. En að nokkm leyti barðist Strindberg engu að síður fyrir sönnu jafnrétti kynj- anna. Meginsjónarmið hans var að konur ættu að hafa réttindi og skyldur í svipuðu hlutfalli og karlar. Þetta má sjá í eftirfarandi kafla úr formála hans að smásagnasafninu Hjónalíf. Réttindi kvenna sem þeim tilheyra samkvæmt náttúrunni en sem brenglað þjóðskipulag (og ekki harðstjórn karlmanna) hefur rænt þær. 1:0 Réttur til samskonar uppeldis og karlmenn. Með því er ekki ætlunin — það get ég varla ítrekað nógsamlega — að konan eigi að ímynda sér að hún hœkki upp í stöðu karlmannsins með því að læra alla þá vitleysu sem nú er troðið í karlmenn. I framtíðinni á að eyða muninum á bama- og alþýðuskólum, stúdentsprófi og öll- um öðmm lokaprófum og þá verður talið skylt að stofnsetja eitt einstakt borgaralegt próf sem Gl FTAS. TOLF ÁKTENSKAPSHISTORIER *lit& iuti srútr ccÁ fltetb AUGUST STRINÐBERG. Hjónalíf I, frumútgáfan 1884. komi í stað fermingarinnar. Það á að vera eins fyrir karla og konur og aðeins spanna staðgóða þekkingu á lestri, skrift og reikningi og að auki fróðleik um lög heimalandsins, réttindi og skyldur borgaranna og kunnáttu í einu lifandi tungumáli. Þeir sem vilja að auki vita álit Cic- eros á Luciusi Sulla og hvað Móse ætlaðist fyrir með böm Israels geta gert það hafi þeir tíma fyrir slíkan munað, því framtfðin mun krefjast þess af sérhverjum borgara að hann vinni fyrir framfæri sínu með ltkamanum eins og náttúran gerir ráð fyrir. 2:0 Skólar skulu vera sameiginlegir fyrir pilta og stúlkur, svo að kynin geti kynnst hvort öðru í stað þess sem nú er, að piltamir ímynda sér að stúlkumar séu englar og stúlkumar halda að piltamir séu riddarar. Með þessu má einnig forðast þöglar syndir ímyndunararaflsins og bráðs þroska, sem eiga rætur að rekja til ein- angrunar kynjanna. 72 TMM 1991:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.