Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 84
hjónaband nútímans og í sumum þeirra
boðar höfundurinn kenningar sínar um
málið af miklum ákafa. Hann taldi verka-
skiptingu kynjanna í meginatriðum ákvarð-
aða af náttúrunni (konan sjái um bömin,
karlinn á að ráða mestu) og honum var í nöp
við allt kvenfrelsistal sem hann telur ónátt-
úm. Eina söguna kallar hann „Brúðuheim-
ili“ og beinir þar spjótum sínum að viðhorfi
Ibsens í leikritinu fræga um Nóru, sem hann
gerir einnig að umtalsefni í formálanum. En
reyndar hafði Strindberg sérstaklega í huga
„menningarhjónabönd“ eða hjónabönd
mið- og hástéttarfólks; og virðist hann eink-
um hafa viljað benda á að gáfukvendið (sæ.
kulturkvinnan) væri alls ekki kúgað, hvað
sem kvenfrelsistali einmitt slíkra kvenna
liði.
Hjónalíf 1 olli gífurlegu fjaðrafoki er
bókin kom út í Svíþjóð haustið 1884. Meg-
inástæðan var þó ekki fólgin í ofangreind-
um boðskap um samskipti kynjanna heldur
meintu guðlasti. Byggist það á klausu í
sögunni „Laun dyggðarinnar“ sem fjallar
um pilt að nafni Theodór sem sýnist reynd-
ar eiga ýmislegt sammerkt með höfundin-
um. Klausan er svona:
Um vorið var hann fermdur. Þessi hrika-
lega athöfn þar sem hástéttin tók eið af
lágstéttinni upp á líkama og blóð Krists
um að hún skyldi aldrei skipta sér af
gerðum hástéttarinnar sat lengi í honum.
En þetta óprúttna svindl með Högstedts-
vín sem kostar 65 aura kannan og Lett-
ströms maísoblátur á eina krónu pundið,
sem presturinn fullyrti að væm kjöt og
blóð Jesú Krists, múgæsingamanns sem
var tekinn af lífi fyrir 1800 árum, olli
honum þó engum heilabrotum, enda var
lítið verið að brjóta heilann um þetta
leyti, mest komist í „stemmningu". (45)
Hetju fagnað á Aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi
haustið 1884.
Strindberg var stefnt fyrir rétt fyrir guðlast
og fógeti lagði lögbann á bókina og gerði
afgang upplagsins upptækan hjá forlaginu
í október 1884. Varð bókin þá fræg á svip-
stundu og hófst óðara svartamarkaðsbrask
með hana. Eftir nokkurt hik afréð Strind-
berg, sem þá var búsettur í Genf, að koma
af frjálsum vilja fyrir rétt í Stokkhólmi og
firra þannig útgefanda sinn frekari vand-
ræðum. Októberdaginn þegar Strindberg
kom á brautarstöðina í Stokkhólmi var hon-
um tekið sem frelsishetju. Um þúsund
manns höfðu safnast saman til að fagna
honum og flutti skáldið stutt ávarp á staðn-
um. Um kvöldið varhann sæmdur lárviðar-
kransi og silkiborða af aðdáendum sínum í
Nya teatem við dynjandi fagnaðarlæti. En
af dómsmálinu er það að segja að skáldið
var sýknað þann 17. nóvember sama ár; og
létti þá sumum en öðrum gramdist.4
Þó að róttækir vinstrisinnar hafi tekið
Strindberg fagnandi á Aðalbrautarstöðinni
þetta haust, og jafnvel þótt Strindberg hafi
eflaust talist sósíalisti á þessum tíma, þá
varð hann naumast talinn mikill verkalýðs-
sinni. Hann var nefnilega eins konar úrvals-
hyggjumaður að hætti Nietzsches, innblás-
74
TMM 1991:1