Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 90
— Af því að þau sýna að þjóðskipulagið
stríðir gegn heilbrigðri náttúru. [...]
Hvað er hjónaband?
— Efnahagsleg stofnun sem byggist á því að
karlinum er þröngvað til að vinna fyrir konunni
og vera þræll hennar.
Innan lágstéttanna vinna bæði hjónin líkam-
lega vinnu, en karlinn þó mest. í miðstétt vinnur
karlinn úti og konan sér um heimilið. Meðal
hástéttanna sinnir karlinn stjómunarstörfum en
konan skemmtir sér. [...]
— Kvenfrelsiskonur segjast vilja gera gagn.
Það er lygi. Þær yfirgefa bú og böm til þess að
mála olíumálverk eða glamra á píanó. Er það
gagnlegt?!
Er ekki gagnlegra að annast bömin í stað þess
að láta þrælana (vinnustúlkumar) gera það?
Hvert er hlutverk hjónabandsins?
— Að fæða böm og ala þau upp. Allt tal um
ánægju hjóna af samvistum er helber þvætt-
ingur. [...]
Hvenœr á að veita konum kosningarétt?
— Þegar þær sinna borgaralegum skyldum
sínum (gegna herþjónustu) og vinna. [...]
Hvenœr á konan að öðlast eignarrétt?
— Þegar hjónabandið hefur verið lagt niður.
Þegar karlinn hefur verið leystur undan þeirri
kvöð að sjá fjölskyldunni einn farborða og kon-
an hefur verið dæmd lögum samkvæmt til að
greiða fyrir framfærslu bama sinna og sjálfrar
sín.
Við núverandi aðstæður kemur fyrir að karl-
inum er gert að framfleyta auðugri eiginkonu
sem neitar að taka þátt í útgjöldum fjölskyld-
unnar.
1. Hans Levander: Strindbergs verk. I Strindberg.
Stockholm (Liber) 1981. Bls. 189. Karl-Áke
Karnell: Strindbergslexikon. Figurer, titlar, be-
vingade ord m.m. Andra upplagan. Stockholm
(Liber) 1985. Bls. 87. August Strindberg: Likt
och olikt /-//. Stockholm (Bonniers) 1913. Jan
Myrdal hefur tekið saman rit með ýmsum
greinum eftir Strindberg, þar sem þjóðfélags-
gagnrýni hans kemur fram og heitir það Ordet
i min makt.
2. Peter Hallberg: Den store vavaren. En studie i
Laxness' ungdomsdiktning. Stockholm (Rabén
och Sjögren) 1954. Halldór Guðmundsson:
Loksins, loksins. Vefarinn mikli og upphaf ís-
lenskra nútímabókmennta. Reykjavík (Mál og
menning) 1987. Sbr. Halldór Laxness: En per-
sonlig bekendelse til Strindberg. I Reisubókar-
korni. 2. útg. Reykjavík (Helgafell) 1963. Bls.
304-306.
3. August Strindberg: GiftasI-IL Stockholm (Leg-
enda) 1986. Bls. 22-23. Ágæt heimild um við-
horf Strindbergs til kvenna er Uif Boéthius:
Strindberg och kvinnofrágan till och med Gift-
as I. Stockholm 1969.
4. Olof Lagerkrantz: August Strindberg. Stock-
holm (Wahlström & Widstrand) 1979. Bls.
152; 162.
5. Lagerkrantz, bls. 236.
80
TMM 1991:1