Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 105
Stundum lentu skotin í háum trjám sem uxu meðfram garðveggnum. Gamla konan birtist. Hún opnaði gluggann og bað þau um að hætta. Veik, titrandi röddin espaði bömin upp. Þau æptu af gleði þegar bolti fór inn í stofuna. Skömmu síðar kvað við annað siguróp þegar einn af stóm strákunum í hópnum hitti í höfuðið á konunni. Hún fól andlitið í höndum sér. En hún hörfaði ekki. Hún stóð bara og grét á meðan snjóboltahríðin buldi á henni. Maðurinn mundi að honum fannst óþægilegt að sjá hana gráta. Samtímis var hann á valdi eldmóðsins sem gagntók félaga hans. Minningin dofnaði. Hann stóð kyrr og virti fyrir sér spmngur í málningunni á gluggapóstunum og sólbekknum. Hann kroppaði upp flísar og horfði annars hugar á dökkar rendur í viðnum sem kom í ljós undan stökkri málningunni. Skyndilega fann hann til nístandi sársauka. Flís hafði stungist upp í kviku vísifingurs. Hann náði taki á henni þar sem hún stóð undan nöglinni. Andlitið ummyndaðist í grettu þegar hann kippti henni út. Það var blóð á beinhvítri ögninni. Maðurinn settist í snjáðan leðursófa, stakk fingrinum upp í sig og saug blóðið sem vætlaði úr örsmáu sárinu. Hann snerti það með tungubrodd- inum. Það sveið þegar munnvatn komst í snertingu við hold. Fyrir utan stungust svartar trjágreinar í fölgráan himin. Rökkur draup úr loftinu. Það safnaðist saman í homum og skúmaskotum og byrjaði að gæla við húsin í götunni. Hann sá tvo menn nálgast. Hann lét sig síga niður í sófann. Ljósin í íbúðinni vom slökkt. Hann var næstum því viss um að þeirhöfðu ekki tekið eftir honum. Hvell hringing ómaði um stofuna. Hann sat kyrr. Tvisvar í viðbót rauf bjallan kyrrðina. Hann beið. Að lokum heyrði hann þá ganga niður tröppumar. Mennimir voru kunningjar hans. Hann velti því fyrir sér hvort þá gmnaði eitthvað. Hann var ekki í skapi til að hitta neinn. Hann stóð upp og gekk inn í svefnherbergið. Það var ekki áliðið, en hann var þreyttur. Hann afklæddist og lagðist í tvíbreitt rúm. Gegnt því var stór, hálfopinn fataskápur. Svart gapið tmflaði manninn. Hann stóð upp og lokaði skápnum. Slitmr úr atvikum sveimuðu um huga hans. Þær tengdust konu sem hann hafði búið með. Sambandið hafði byrjað vel, gengið í tvö ár, en liðast síðan í sundur. Því lauk skömmu eftir að þau fluttu hingað. Hann átti erfitt með að hugsa um endalokin. í hvert sinn sem hann reyndi fylltist hugur hans annarlegum doða og beiskju. * Maðurinn vaknaði um nóttina af samhengislausum draumi. Hann teygði út höndina til að kveikja á náttborðslampa. Hann fann til í fingrinum þegar hann þrýsti á rofann. Það kom ekkert ljós. Hann stóð upp og ætlaði að kveikja loftljósið. Ekkert gerðist. Hann fór fram í stofuna. Þar var ekkert ljós. Hann leit út um gluggann. Gatan var myrk. Maðurinn gekk TMM 1991:1 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.