Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 106
að skáp, leitaði nokkra stund og fann eldspýtur og pakka af kertum. Hann kveikti á einu kerti og lét vax drjúpa á gólfið. Hann setti það í pollinn og hélt því stöðugu á meðan vaxið storknaði. Hann tók annað og festi það á sama hátt. Hann fór eins að með hin kertin þar til hann hafði tæmt pakkann. Gulgráum bjarma sló á veggi og loft. Flöktandi birtan skekkti herbergið. Maðurinn lagðist á kalt gólfið og horfði á drungalegan leik ljóssins og skugganna í loftinu. Gamalkunnug tómleikakennd sótti á hann. Honum fannst farg þrýsta á sig. Það var líkt og vitundin væri að fletjast út í breiðu sem grúfði undir blýhimni. Hún var köld. Lífvana. Endalaus. Hann ætlaði að rísa á fætur, en gat það ekki. Hann reyndi að kalla fram minningar til að gleyma kenndinni. Ekkert kom nema samhengislausar flísar sem molnuðu og fuku burt áður en hann gat raðað þeim saman. Hann hafði legið þannig lengi þegar mynd lifnaði loks í huga hans. Það var konuandlit. Hann sá brún augu umlukt löngum bráhárum. Hún var með svartar, bogadregnar auga- brúnir og lítinn, eilítið bústinn munn. Þau höfðu verið saman fyrir mörgum árum. Bæði voru nítján. Hann hafði aldrei verið með konu áður. Nálægð hennar skipti tilverunni í tvennt: Svartar, fljótandi nætur og bjarta, hvassa daga sem hvísluðu efasemdum í eyra hans. Honum þótti vænt um hana, en vissi að sambandið gat ekki enst. Þau voru gerólík. Eina nóttina hafði hann sagt að hann væri ekki viss um að hann vildi halda sambandinu áfram. Hann fann augu hennar á sér. Hún tók utan um hann. Hann mundi hvemig hendur hans urðu votar þegar hann strauk andlit hennar. Það hafði snortið hann djúpt að kona gæti grátið hans vegna. Eitt andartak langaði hann að leita að henni, finna aftur nálægð hennar. Hann vissi að það myndi ekki ganga, en þráin vann gegn tóminu í huga hans. Hann reis upp og horfði í kertalogið. Vax flaut um gólfið. Hann blés á kertin — eitt í einu, þar til einungis hið fyrsta var eftir. Hann bar lófana að loganum. Hiti streymdi inn í hendur hans. Hann blés á ljósið. Mjúkt myrkur umvafði hann. 96 TMM 1991:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.