Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 109
smiðjunni. Og ávalur líkami hans fór einna best á skrifstofu og hafði hvort sem er alltaf
verið á skrifstofu, áður en hann var rekinn. Limimir voru eitthvað ónýtir og þreyttir við
mjölpokana, eins þótt byrjað væri að pakka í hálfsekki og heilsekkimir niður lagðir, sem
vom hundrað kfló, en það má teljast hrein geggjun.
Svo var það eitt haust að veður var gott. Daginn sem þessi saga gerist var Denni
hræðilega óþekkur og mátti sjá það fyrir. Sól skein í heiði, hiti var 5°C, loftvægi um 1018
og suðvestan gola.
Klukkan 10:30 árdegis dembdi Denni niður kakóinu og braut glasið, reif kakóið af
Benna vamarlausum, svo að það sullaðist yfir báða og barði glasinu í enni Benna, svo að
út hljóp kúla blá.
Um var að ræða sunnudag samkvæmt almanaki og pabbinn átti von á útvarpsmessu
á hverri stundu. Tók hann Denna með öskmm, reif niður á honum buxumar og hýddi
hann hraustlega flötum lófa. Öskrin í drengnum ætluðu að æra hann, svo að hann kastaði
honum ofan í rúm, ákallaði djöfulinn og hélt áfram að bíða eftir messunni. Móðirin
maldaði í móinn, en það var mest formsatriði.
Líður nú hádegið.
Stundvíslega klukkan 12:30 tók Denni í dúkinn og dró veisluna sviptingshratt af
sunnudagsborðinu niður á gólf í miðjum fréttum. Faðir hans var ævareiður, dró niður á
honum sömu buxurnar og fyrr um daginn og hýddi hann engu minna en áður, eða þar til
hann (faðirinn) kenndi þreytu í upphandleggsvöðvum hægra megin. Mamma var voða
reið við Denna og hýddi dálítið með pabba, en hann sló þá óvart ofan á handarbak henni,
á rassi stráknum, svo að hún dró sig í hlé. Yngri bróðirinn Benni hafði varla neitt vit á
þessu í stólnum, svo var hann smár.
— Viltu meira? öskraði pabbinn.
Denni grenjaði svo mikið að undir tók í húsinu og ekkert heyrðist í fréttum. Vestur í
Ameríku átti að fara að drepa Kennedy, en var þó ekki alveg komið að því og þess vegna
var varla við neinu fréttnæmu að búast úr útvarpinu í bráð. Denna var samviskusamlega
kastað í rúmið og hafði hann þar að vísu skamma viðdvöl. Tók hann fljótlega fótavist á
ný, en fór sér þó hægt í fyrstu og virkaði var um sig.
Klukkan 16:15 fór Denni út í sparifötunum, marggyrtur og vel gyrtur eftir niðurum-
hneppingar fyrri hluta dags. Þetta var löngu eftir daga olíulampanna en löngu fyrir daga
olíumalarinnar og þar sem sól skein af skomum skammti um haustið, þá var hverfisdmllu-
pollurinn alls ekki þurr. Enda hafði rignt um nóttina og eitthvað daginn áður.
Gekk Denni nú að pollinum, lagðist niður og velti sér nokkra hringi í drullunni, án
þess að tilgreina neinar ástæður. En pjakkslegur var hann á svipinn og gleyminn.
Heima tók faðir hans hann og færði úr miklu af fötum í þvottahúsinu, hélt þó á honum
TMM 1991:1
99