Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 114
Ritdómar
Margskonar feröalag
Böðvar Guðmundsson. Heimsókn á heimaslóð.
Iðunn 1989. 50 bls.
í Vatnaskilum frá 1986 virðist Böðvar Guð-
mundsson vera upptekinn af því að vera (eða
vera að verða) miðaldra. Hugmyndaheimur
margra ljóðanna einkennist af eftirsjá og heldur
svartsýnu lífsviðhorfi. Heimsókn á heimaslóð
er að sönnu full af minningum frá liðnum tíma
en viðhorfið til þeirra er mun góðlátlegra og
brosmildara en í Vatnaskilum. Minningamar
ylja fremur en að særa og eru oft notaðar til þess
að varpa óvæntri birtu á samtíðina.
Ferðalag
Heimsókn á heimaslóÖ er, eins og nafnið gefur
til kynna, byggð upp sem ferðasaga. Fyrsta
ljóðið lýsir upphafi ferðar, þegar skáldið „sog-
ast (...) í kjölfar þeirra“ sem „sjóngaldri
slegnir aka (...) og aka“ upp og niður „mal-
bikaða kúluna í von um grænan reit“. Annað
ljóðið er svipmynd af ferð með ferju yfir sund
og hið þriðja og fjórða enn úr umferðinni.
Fimmta ljóðið heitir „Fjórar svipmyndir af
bamum á Norröna". Þá er skáldið komið heim
og við fylgjum honum um borgina og á marga
staði sem æskuminningar eru bundnar við, auk
þess sem við verðum vitni að heldur dapur-
legum endurfundum við gamla kunningja.
Lokaljóð bókarinnar er mjög skemmtilegt með
tilliti til heildarbyggingar hennar, en þar eru
endurtekin stef og myndir sem koma fyrir á víð
og dreif um alla bókina.
Nú og þá
í ljóðum Böðvars kallast nútíðin og fortíðin á.
Hér er ekki um að ræða fortíð þjóðarinnar held-
ur fortíð skáldsins sjálfs, atvik frá bemsku og
uppvexti sem eru uppistaðan í myndmáli hluta
ljóðanna. Um þetta er ljóðið „Vísur um Reyk-
holt“ ágætt dæmi en það hefst svona:
Jónas frá Hriflu
gaf Borgfirðingum þennan skóla
til að mennta böm sín
Snorri Sturluson
byggði hér Snorralaug
til að baða sig í.
Eggert Ólafsson
gifti sig hér úti á Eggertsflöt
og dmkknaði svo í Breiðafirði
Ég
féll hér á landspróft.
Treglega gekk
að ljúka upp fyrir mér
margsnúnum heimi vísindanna:
Krónublöð, bikarblöð
fræflar og frævur
vindfrævun, berfrævun
TMM 1991:1
104