Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 116
fingur í rass og krepptur hnefi er kveðjan ef einhver fipast í leikreglunum. Fólk pirrast hvert á öðru tekur bölvandi framúr. Mynd nútímans er með öðrum orðum ekki sér- lega glæsileg. Nútíminn tákngerist í borginni með steinsteypu og umferð, fólk er upptekið af sjálfu sér og rótlaust. Baksvið þessa og and- stæða er hin óspillta náttúra sveitarinnar, líf í harmoníu sem er horfið fyrir fullt og allt. Þessi hugsun er að sjálfsögðu ekki ný og hefur með nokkuð mismunandi hætti verið leiðarstef ís- lenskra bókmennta í nokkra áratugi. Böðvar hefur samt nokkra sérstöðu að því leyti að sýn hans á fortíðina er sposk og án rómantískrar glýju og reyndar leynir sér heldur ekki gaman- semin í sýn hans á samtímann. I heilder Heimsókn á heimaslóð mjög læsileg ljóðabók sem situr drykklanga stund eftir í hug- skoti lesandans að lestri loknum. Höfundurinn nýtir hér mjög vel saman ferska myndskynjun sína, nákvæmni í orðavali og glettna tilverusýn svo úr verður ferskur og fjölþættur skáldskapur. Gunnlaugur Ástgeirsson „Völd og auðæfi“ Sigurður Pálsson. Ljóð námu völd. Forlagið 1990. 72 bls. Góð ljóðabók getur búið yfír miklum áhrifa- mætti. Líktog veldissprotinn minnirkonunginn á völd hans getur hún vakið þann sem les í henni til vitundar um völd sem hann er borinn til. Þessi völd felast í því að mynd hvers og eins af lífinu er að miklu leyti sköpunarverk hans sjálfs. Fegurð hennar ræðst af hæfileikanum til að skynja og skilja. Yrkisefnið í sjöttu ljóðabók Sigurðar Páls- sonar, Ljóð námu völd, er öðru fremur barátta einstaklingsins fyrir nefndum völdum, bæði við sjálfan sig og veröldina. Hugmyndaheimur Ijóðanna Ljóð námu völd skiptist í fimm hluta og ber sá fyrsti nafn bókarinnar. í upphafsljóðinu „Húsið mitt“ er boðið inn í höllina. Hún er ekki til- komumikil ásýndum og efnisleg gæði er þar fá að finna en útsýnið þaðan er þeim mun stór- brotnara. „En það er þægilegt húsið mitt / Gjör- ið svo vel / Fáið ykkur sæti / Verið ekki hrædd“ (7). I ljóðinu „Einu konungar íslands“ er for- feðranna minnst, þeirra konunga ljóðs og sögu er sátu við skriftir „í litlum bæjum með víðáttur í höfði“. Fóstbræður þeirra úr dýrarfkinu, fugl- amir, sýna með flugi sínu að þrátt fyrir aldir og ár er „Vegur sögu og ljóðs samt ennþá opinn og frjáls“ (9). Með ljóðinu „Einu konungar Islands“ bætist perla í fjársjóð íslenskra ættjarðarljóða. Með ljóðnámubókunum hefur Sigurður Pálsson auk- ið þar stórlega við. Af öðrum ljóðum í fyrsta hlutanum bera að mínu viti hæst „Dylan Thomas“ og „Dansinn sigrar". í fyrmefnda ljóðinu er ort um sólsetur og upprisu skáldjöfursins frá Wales. Viskíflösk- umar á White Horse Tavem halda sig hafa borið hann ofurliði en „Þær vita ekki / að hann er löngu farinn / loksins kominn / út úr ljóðnámu- göngunum“ (11). I „Dansinn sigrar" lítur Sigurður til breyting- anna í Austur-Evrópu og lofsyngur, eins og svo víða í fyrri bókum sínum, margbreytileika mannlífsins: Dans! Þú sigraðir og sigrar þínir eru hverfulir nýir og nýir og nýir (12) Annar hluti bókarinnar ber nafnið „Mánaða- ljóð“. Þar em tólf ljóð og er eitt tileinkað hverj- 106 TMM 1991:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.