Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 119
( . . . ) á þessari galdrastund seytlar vatn niður ákveðna mynd eftir Kjarval sem hangir gjaman í kaffistofimni á Kjarvalsstöðum og sést þar innum gluggana. (69) Uppörvun Ljóðin í Ljóð námu völd eru ólík að gæðum. Sum þeinra eins og „Marsljóð“, „Aflog hunda í þorpi“, og „Pólflug" mega sín ekki mikils í samanburði við úrvalsljóð eins og „Dylan Thomas“, „Vatnsberann" eða „Avexti jarðar- innar“. Þau Ijóð sem að mínu mati eru síður heppnuð bera samt sem áður vott um að Sigurður er síleitandi í ljóðagerð sinni. Hann hefur alltaf verið ósmeykur við að gera nýstárlegar tilraunir en, eins og gefur að skilja, getur slíkt tekist misjafnlega. Sjálfsagt er það þó þessari hug- rökku tilraunastarfsemi hans að þakka að, þrátt fyrir að hafa strax í fyrstu bók sinni, Ljóð vega salt, komið fram sem fullþroskað skáld, hefur hann með hverri nýrri bók lengt þá vegi er hann lagði í upphafi og dýpkað námur sínar. Ljóðin í Ljóð námu völd eru að vísu misjöfn, en í heild er bókin öndvegisverk. Sum ljóða hennar hljóta að teljast með því besta sem ort hefur verið á íslensku undanfarin ár. Sigurður Pálsson hefur með tveimur síðustu bókum sín- um, þeirri sem hér er til umfjöllunar og Ljóð námu menn, auðgað íslenska ljóðlist til mikilla muna. Ljóð námu völd boðar sáttargjörð við tilver- una. Þeirri valdabaráttu sem ég gat um hér í upphafi getur hvorki lokið með sigri né ósigri en bestu Ijóð bókarinnar eru hvatning þess efnis að barist skuli af gleði og umfram allt ekki látið undan síga. Sigurður Pálsson á miklar þakkir skildar fyrir þá góðu uppörvun sem Ljóð námu völd veitir. Kristján Þórður Hrafnsson Rauöir dagar Einar Már Guðmundsson. Rauðir dagar. Almenna bókafélagið 1990. 226 bls. Æskulýðsuppreisn ’68-kynslóðarinnar náði helst fótfestu hér á landi í Æskulýðsfylkingunni og þeirri róttæku hreyfingu sem henni tengdist. Sagnaritarar kynslóðarinnar hafa lítils háttar reifað helstu uppákomur og aðgerðir þessara samtaka. Minna má á bók Þráins Bertelssonar, Kópamaros. Skáldsögu um óunninn sigur (1982) og verk Olafs Ormssonar, Boðið upp í dans (1982). Rauðir dagar eftir Einar Má Guð- mundsson, sem út kom nú fyrir jól, fjallar einnig um þetta tímabil. Rauðir dagar er fjórða skáldsaga Einars. En auk hennar hefur hann gefið út þrjár ljóðabækur og eitt smásagnasafn. Fyrri skáldsögur Einars, Riddarar hringstigans (1982), Vœngjasláttur í þakrennum (1983) og Eftirmáli regndropanna (1986) voru á vissan hátt eins konar þríleikur um tilveruna, sköpunina og flóðið. Þær gerðust allar í úthverfi Reykjavíkur. Sömuleiðis eiga þær ýmsar persónur sameiginlegar og sami sögumaður er raunar í fyrstu tveimur bókunum, Jóhann Pétursson, sem leiðir okkur um goð- heima bemskunnar. Líta má því á þessar fyrri skáldsögur Einars sem heild. Rauðir dagar er einnig Reykjavíkursaga. Hún er í nokkuð beinu framhaldi fyrri skáld- sagna Einars hvað sögutíma varðar. Að vísu færumst við úr úthverfmu niður í miðbæ og alveg nýjar persónur koma til skjalanna. Nú eru fulltrúar jaðarhópa borgarinnar dregnir fram í dagsljósið, smáglæpamenn, dópsalar, félagar úr sértrúarsöfnuðum, furðufuglar, beðjumenn svonefndir og síðast og raunar ekki síst félagar úr Samtökunum í Rauða húsinu. Viðfangsefni þessarar bókar tengjast mun stærri þjóðfélags- tíðindum en fyrri bækur Einars og stíll hans hefur einnig breyst nokkuð. Mun minna er um myndríkar og ljóðrænar lýsingar en í hinum fyrri bókum og meiri áhersla lögð á atburðina sjálfa. TMM 1991:1 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.