Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 8
yfir hugtök sem miklu máli skipta í skáld- skap, svo sem guði og gyðjur, náttúrufyrir- bæri s.s. jörð og sæ, sól og tungl, karla og konur, gull, skip, vopn og verjur. Hann skýrir hvert hugtak með kenningum sem flestar eru úr kvæðum heiðinna skálda en sumar eftir kristin skáld. Beitt er spuming- urn og svörum, sem algengt var í skólabók- um, og þannig eru hverju máli gerð skipuleg skil, nema þar sem efnið krefst þess að hann segi í lengra máli frá goðsögn- um sem skýra hugmyndaheim skáldskapar- ins. Á eftir listanum í Skáldskaparmálum yfir kenningar kemur listi yfir heiti eða skáldleg samheiti ýmissa gmndvallarhug- taka í skáldskap. Enginn vafí er á því að fjórði hluti Eddu, Háttatal, var beint eða óbeint undir áhrifum frá þeirri gerð latneskra bragfræðiritgerða sem nefndar voru clavis nietrica (brag- fræðilykill, háttalykill). Slíkar ritgerðir höfðu áhrif á norræna höfunda fyrir tíma Snorra, sem sjá má í Háttalykli, sem er safn dæma um bragarhætti eftir Islendinginn Hall Þórarinsson og Rögnvald Orkneyjajarl frá því um eða eftir 1140 (Jón Helgason og Anne Holtsmark 1941). Mörg dæmi eru um latnesk verk af þessu tagi frá því snemma á miðöldum og eru t.d. eftir Servius, Beda og Aldhelm. De centum metris eftir Servius var reyndar best þekkta verk þessarar teg- undar þar sem dæmi um hina ýmsu bragar- hætti eru eftir höfundinn sjálfan. Anthony Faulkes, sem síðast hefur gefið Snorra- Eddu út, hefur ekki getað bent á neinar einstakar fyrirmyndir Snorra í því að setja saman hundrað og tveggja vísna lofkvæði um Hákon konung Hákonarson og Skúla jarl, en hver vísnanna er dæmi um sinn bragarhátt og eru allir norrænir. Engu að síður má telja líklegt að hann hafi þekkt eitthvert verk af þessu tagi, endaþótt Hátta- tal sé eins og önnur skrif hans byggt á sjálfstæðri meðferð erlendra og innlendra hugmynda. Bragfræði skipaði mikilvægan sess í ís- lenskum skáldskap ekki síður en í kristnum miðaldaskáldskap. Réttur latínuframburð- ur við messugerð skipti miklu máli á Islandi sem annars staðar. Þegar Jón biskup Ög- mundarson stofnaði skóla fyrir íslensk prestsefni á Hólum á 12. öld lagði hann áherslu á kennslu í málfræði, bragfræði og tónlist, og hann réð erlenda kennara til skól- ans. Faulkes hefur bent á að erlendir bragar- hættir koma við sögu bæði í Háttalykli og Háttatali, þar á meðal kirkjulegir hættir. Að hans dómi kemur fram í Háttatali, sem og í öðrum kvæðum sem varðveitt eru í handrit- um ásamt Snorra-Eddu (s.s. Islendinga- drápa Hauks Valdísarsonar og þulur), „aka- demískur“ kveðskaparstíll sem „bæði þró- aðist í tungumálinu almennt og í skáldskap sérstaklega eftir að læsi var orðið fast í sessi á Islandi." Þessi tilhneiging birtist einnig í hinum svonefndu málfræðiritgerðum, fjór- um talsins, sem varðveittar eru í handritum með Snorra-Eddu, en aðeins sú sem Ólafur Þórðarson samdi, frændi Snorra, hefur ver- ið rædd hér (nýlegt yfirlit er í Raschellá 1983). Gera má ráð fyrir að skipan efnis og stíll framsetningar í Snorra-Eddu byggist að allmiklu leyti á latneskum kennslubókum miðalda; en skoðanir eru enn skiptar varð- andi það hvort Snorri leggi sama skilning og alniennur var á miðöldum í skáldskap- aimál og þá hvort hann telji myndmál skraut ræðunnar, sem var ríkjandi sjónar- mið, eða hvort myndmálið var tengt vitræn- um markmiðum hennar órofaböndum. 6 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.