Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 86
4
Max Brod bjó til ímynd Kafka og verka
hans; um leið bjó hann til kafkafræðina.
Kafkafræðingamir setja sig gjama upp á
móti föður sínum með hávaða og látum, en
komast samt aldrei út fyrir þann skika sem
hann úthlutaði þeim ábúðarfullur. Þrátt fyr-
ir að kafkafræðin framleiði stjamfræðileg-
an fjölda texta, hamrar hún sífellt á sömu
hlutunum í endalausum tilbrigðum, sömu
vangaveltunum sem verða æ óháðari verk-
um Kafka og sjálfum sér nægar. Hún við-
heldur og hampar ímynd Kafka með
óteljandi formálum, eftirmálum, athuga-
semdum, ævisögum, sértækum ritgerðum
og ráðstefnum í háskólum, með þeim af-
leiðingum að höfundurinn sem fólk þekkir
undir nafninu Kafka er ekki lengur Kafka,
heldur kafkafræðilegur Kafka.
Ekki er allt kafkafræði sem skrifað hefur
verið um Kafka. Hvemig er hægt að skil-
greina kafkafræðina? Með klifun: Kafka-
fræði er málflutningur sem ætlað er að
kafkafræða Kafka:
1) Á sama hátt og Brod lítur kafkafræðin
ekki á verk Kafka í hinu víða samhengi
bókmenntasögunnar (sögu evrópsku skáld-
sögunnar), heldur nánast einungis í hinu
þrönga samhengi ævisögunnar. Þeir Bois-
deffre og Albérés segjast í ritgerð sinni
vinna í anda Prousts og hafna ævisöguleg-
um túlkunum á listaverkum, en segjast síð-
an verða að gera undantekningu frá
reglunni þegar um Kafka sé að ræða, því að
bækur hans sé „ekki hægt að skilja frá per-
sónu hans. Hvort sem aðalpersóna bókar-
innar nefnist Jósep K„ Rohan, Samsa,
Mælingamaðurinn, Bendemann, Jósefína
söngkona, Sá sem fastar eða Loftfimleika-
maðurinn, er hún enginn annar en Kafka
sjálfur." Ævisagan er aðallykillinn til að
skilja gildi verksins. Og stundum það sem
verra er: Eina gildi verksins felst í því að
vera lykill til að skilja ævisöguna.
2) Á sama hátt og Brod skrifa kafkafræð-
ingamir ævisögu Kafka eins og heilagra-
mannasögu. Roman Karst lauk ræðu sinni
á ráðstefnunni í Liblice árið 1963 með þess-
um hástemmdu orðum sem seint munu líða
úr minni: „Franz Kafka lifði og þjáðist fyrir
okkur!“ Mismunandi tegundir heilagra-
mannasagna, ýmist trúarlegar eða trúlausar
(Kafka, píslarvottur einsemdarinnar), en
líka vinstrisinnaðar (Wagenbach) — þegar
Kafka sækir fundi stjómleysingja hefur
hann „mikinn áhuga á byltingunni 1917“
(hvorugt hefur nokkru sinni verið sannað).
í hverri kirkju er að finna skýringarrit um
hann: Samrœður eftir Gustav Janouch.
Hver heilagur maður hefur gert eitthvað
dularfullt sem er helgað: það að Kafka
skyldi biðja um að verk hans yrðu eyðilögð
(menn láta gjama hjá líða að geta þess að
hann sendi frá sér sex bækur á lífsleiðinni
og að hann var enn að leiðrétta prófarkir að
þeirri sjöundu þegar hann lá banaleguna).
3) Á sama hátt og Brod útskúfa kafka-
fræðingarnir Kafka af sviði fagurfræðinn-
ar: annaðhvort sem „trúarlegum hugsuði“,
eða, meðal vinstrisinna, sem andmælanda
lista sem „ætti sér draum um bókasafn þar
sem ekki væri að finna bækur um annað en
verkfræði, vélvirkjun og lögfræði“ (Del-
euze og Guattari). Kafkafræðin er óþreyt-
andi við að rannsaka samband hans við
Kierkegaard, Nietzsche, guðfræðingana,
en mun sjaldnar er litið á samband hans við
skáldsagnahöfunda og ljóðskáld. Jafnvel
Camus talar ekki um Kafka sem skáld-
sagnahöfund í ritgerð sinni, heldur sem
heimspeking. Skrif hans um sjálfan sig og
84
TMM 1991:3