Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 108
vann að þvíervirtistfullnaðarsigurog hefursvo verið um nokkurt skeið: ljóðasmiðir eru varla teknir alvarlega lengur ef þeir ætla að þræða aðrar slóðir. Með þessu unnu atómskáldin vitanlega þarft verk. En sigurinn var blendinn ef betur var að gáð, því að eitthvað týndist í leiðinni og skildi eftir auðn og tóm: það var sem sé ekki lengur neitt eftir til að taka við því hlutverki sem rím, ákveðið hljóðfall og ýmislegar hljóðrænar end- urtekningarog speglanirgetaaðréttulagi leikið í skáldskap, ef allri misnotkun ersleppt. En það hlutverk er að mynda e.k. leiðarþráð til könn- unar á ljóðheiminum, afhjúpa óvænt tengsl, brýr og áreksta milli orða og gefa hugmyndum nýjan raunveruleika. Ekkert kom heldur í stað- inn fyrir þá sérstöku vídd og margbreytilegan bergmálsvettvang sem felst í tengslunum við aldalanga hefð. Þegar svo var komið að eðli rímölvunarinnar var orðið meðvituðum ljóða- smiðum nokkum veginn fullljóst, var því ekki við öðru að búast en að upp kæmi einhver andstaða meðal þeirra manna sem fundu til vöntunarinnar og vildu ekki fóma öllum þess- um hliðum skáldskaparins fyrir lækninguna, samkvæmt þeirru góðu reglu rómverskra laga, að abusus non tollit usuni („Osiður þokar eigi sið“, þýddi Úlfljótur þetta gegnum miðilssam- band). Þessi andstaða skaut upp kollinum á sundurlausan hátt hér og þar á ólíklegustu stöð- um, m.a. í popptextum ýmiss konar, og hún kemur fram svo ekki verður um villst í ljóðabók Kristjáns Arnasonar. Tennisspaðaleikur við hefðina En afstaðan til hefðarinnar er kannske ekki alltaf svo einfalt mál hjá skapandi skáldi. I kverinu er hún til staðar á mjög svo beinharðan hátt, því eitthvað um helmingur þess eru þýð- ingar Ijóða frá ýmsum öldum, frá tímum forn- grísku skáldanna og fram á þessa öld. Fer Kristján þá leið, sem góðu heilli hefur aldrei týnst algerlega á Islandi, að fylgja bragarháttum frumtextanna, nokkurn veginn eins og íslensk tunga leyfir, en það er þó ekki allt og sumt, því um leið og hann þræðir elegískar tvíhendur forngrískra skálda, falekíska ellefuliðu Catull- usar, hljómblíðar ferhendur Heines, dálítið sundurklipptan prósa Rimbauds og margt fleira, tekst honum einnig vel að ná andblæ verkanna. Ljóðaþýðingar sem nú tíðkast á ýmsum erlend- um tungum og þykja góðar, þótt ljóðin líti út eins og sama skáldið hafi ort þau öll, sýna að þetta er alls ekki einfalt mál. En lesendur gætu borið saman þýðinguna á „Kossatali" Catull- usar, t.d.: Og loks er kossatalan telst þúshundruð, þá týnum við henni, svo að enginn viti né nokkur geti litið öfundarauga allan þennan mikla kossafjölda (52) (þar sem nákvæmnin verður eilítið að borga fyrir það að andinn komist til skila), og svo þýðinguna á „Aðeins tvennt" eftir Gottfried Benn: Um margar götur var gengið í gegnum Ég, Þú, Við, en ekkert andsvar fengið um endanlegt stefnumið. (76) Og nefna má lævíslega notkun rímsins í þýð- ingunni á þeim orðum sem John Betjeman legg- ur „Öldungnum" í munn um: spræka tennis-spaða stelpu, sem alla gerir graða stelpu ... (82) Þarf naumast fleiri dæmi til að útskýra það hvaða hlutverk rímið gæti leikið í þeirri könnun sem skáldskapurinn er. Sá hluti kversins sem hefurað geyma fmmort ljóð skiptist í tvo bálka, og er hinn fyrri nefndur „Undir ósonlagi“. Þar sækja mjög á skáldið sömu umhugsunarefnin: stundin sem flýgur burtu, annarleiki umhverfisins á líðandi tíma og eftirsókn eftir markmiði sem gufar sennilega upp um leið og menn halda að þeir séu að ná því. En þetta er meðhöndlað á tvo mismunandi 106 TMM 1991:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.