Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 111
anna er þó öfugt við þessa heima ekki furðu- heimur en öll rök hans stjórnast af goðsögu- legri, táknsærri hugsun. Hringrás náttúru, árstíða og búfénaðar tekur á sig mynd mis- kunnarlauss lögmáls. Persónurnar eru allar á valdi frumafla sem stríða gegn þeim af hat- rammri illsku, sálarlíf þeirra er mettað af dauða og eyðileggingu. Agangur tímans er alltumlykj- andi ógn semerað kæfa líf þeirra, jafnvel þegar á unga aldri, eins og sést í þeim sögum þar sem sjónarhornið er bundið við drenginn, sem eru „Aðförin“ og „Strandhöggið“. Spennan í sögunum snýst því einkum um átök einstaklings og umhverfis. Lífið í sveitinni er ótrúlega erfitt vegna ytri aðstæðna, barningur, hark og þóf eru helstu einkenni búskaparins og hægfara eyðingin er að ná yfirhöndinni sama hvað er streðað. Reisn mannsins í slíkri baráttu er fólgin í viðnáminu, því að veita andstöðu og æðrast ekki, eða að minnsta kosti að taka óum- flýjanlegum ósigri með köldu glotti og meitl- aðri meinhæðni. Skyldleiki þessarar hugsunar við tilvistarstefnuna er augsýr.ilegur og hvað eftir annað taka persónur sér í munn setningar sem hefðu eins getað hrokkið úr munni Sísýf- osar: Það veit enginn neitt fyrir víst um aðra, það er ég búinn að læra. Og ekki er síður ósiður að blaðra um sig. Hver dregur sinn djöful einn, það er auðveldast þannig, og alveg eitur að hleypa þeim saman eins og hundum (bls. 65). Þessi tragíska sýn á einstæði mannsins er mögn- uð upp með táknmálinu og verðuroft að hreinni örlagahugsun. „Ohöppin fara eftir eðlinu,“ (134) segir rammasögumaðurinn í „Skörðótt fyrir augum“ eftir að hafa sagt þetta: „Náttúran gengur sín öruggu hringferli þó ónákvæm sé hún og skeikul, en saga mannfólksins er á hinn bóginn grálynd á við hvaða siðspilltan hálfvita sem er“ (133). Þessi ummæli mega teljast yfir- skrift sagnanna, svo einkennandi eru þau fyrir þessi átök manns og umhverfis. Ógæfa manns- ins er fyrst og fremst fólgin í því að hann er mannlegur, skilur og þekkir og gerir sér grein fyrir hlutskipti sínu. Tími hans er óhjákvæmi- lega „saga“ eða lína sem einhverntíma hlýtur að taka enda og tapa við það merkingu sinni. Formgerð „Strandhöggsins", lengstu sögunnar, sýnir þetta vel. Hún er hringlaga, byggir á fjór- um meginhlutum sem nefndir eru eftir hverri árstíð fyrir sig og greinir frá dreng sem reynir af öllum mætti að stemma stigu við ágangi eyðingaraflanna, rotnunar og hnignunar með því að veiða og drepa. 1 gegnum þennan hring, þvert á hann, er dregin lína sem er ævi frænda hans, yngri manns á bænum sem hann lítur mjög upp til og er hans helsta fyrirmynd. I upphafi bíður drengurinn komu hans af sjónum og sagan endar á dauða hans sem er táknrænn fyrir dauða sveitarinnar; hann var eina vonin um að geta unnið bug á hnignuninni. Hringferli náttúrunnar sem sífellt endumýja sig eru því í ósamræmi við línulegan gang mannsins, merk- ing mannsævinnar önnur en þeirrar náttúrlegu heildar sem umlykur hann. Með dauða sínum hverfur maðurinn og deyi sá heimur sem hann hefur skapað sér hverfur merking hans óhjá- kvæmilega. Þessi vitneskja verður sögumann- inum í sögunni „Heim“ óþolandi. Ósjálfrátt lagði ég nefið að og dauft strik dróst í skítinn, eftir því sem hnjáliðimir kikn- uðu. í fyrsta sinn frá því ég gekk í bæinn fann ég til óblendins dapurleika. I fásinni máðra dráttanna sá ég fátt annað en markleysu, eða rofinn hring (14). Hringrás náttúrunnar er því óvinur mannsins og allra hans verka. Ryð, mölur, flugur, mygla, ýlda, fúi og vargur eru tákn þessarar eyðingar og ágangs. í sögunni „Vargakallið" er til að mynda gamall maður að bisa við að hamla eyðingunni með því að skjóta varginn, allt dráp- ið öðlast táknræna merkingu í goðsöguheim- inum og það á við um allar sögumar. I vitund drengsins í „Aðförinni" og „Strandhögginu“ renna hefðbundnar andstæður út í eitt, öll öfl sem ekki eru mannleg eru nánast af hinu illa; Guð, englamir, vargurinn, mýsnar og ryðið eru TMM 1991:3 109 «
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.