Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 21
og honum er stungið inn. Kata fær taugaá- fall og lendir á spítala. Síðan er farið mjög hratt yfir sögu og talað um hvað allt hafi verið erfitt og hvað Kata sé lokuð, hafi mikla minnimáttarkennd og finnist hún misheppnuð í útliti. En eftir u.þ.b. 20 blað- síður er Kata komin í sumarvinnu, fer svo á þjóðhátíð í Eyjum og sér þar spænskan draumaprins og síðan er sagan eins og æv- intýri og verður mjög svo reyfarakennd. í ljós kemur sem sagt að alvöru pabbi Kötu er ríkur og fallegur og býr á Spáni þar sem hann á glæsilega villu. Þangað fara Kata og mamma hennar og nú verður Kata eins og prinsessan í ævintýrinu. Henni býðst þátt- taka í tískusýningum því eftir allt er hún gullfalleg og spænski draumaprinsinn úr Eyjum birtist og sá er nú ekki slorlegur. Lesandi þarf ekki að kvíða því að gömul sár ýfist upp því Nic býður Kötu bara út að borða og horfist í augu við hana og kyssir hönd hennar og fylgir henni svo heim í höllina þar sem pabbi og mamma eru farin að draga sig saman. í síðustu bókinni er Kata komin yfir tví- tugt, orðin tískusýningardama að atvinnu og býr á Ítalíu. Fjölskylda og vinir á Italíu hafa áhyggjur af því að hún sé einmana og því að hún binst ekki neinum karlmanni. Mann grunar að eftir allt sitji ljótir atburðir æskuáranna í henni. Það reynist þó ekki vera aðalatriðið, heldur hefur Kata fyrir misskilning afneitað draumaprinsinum Nic sem hún heldur að hafi svikið sig. Tilvilj- unin er þeim þó hliðholl sem fyrr, þau rekast hvort á annað á götu í Róm og tekur nú völdin svo reyfarakennd og hröð atburðarás að með ólíkindum er. Elskendumir hafa rétt náð saman og Kata fengið nistið sem er ættargripur Nic þegar hún þarf í sýningar- ferðalag með tískusýningarhópnum. Þeir sem hún hélt vini sína, lauma eiturlyfjum í farangur hennar og hún er tekin saklaus af spænskum tollvörðum og dúsar í ógeðslegu fangelsi á Spáni í 10 daga. Rétt sloppin út lendir hún í hræðilegu bílslysi og missir minnið og skaddast í andliti og dvelur í heilan mánuð á spænsku sjúkrahúsi þar sem enginn veit hver hún er. Á meðan leitar Nic eins og vitlaus maður að henni og finnur að lokum með hjálp nistisins góða — og mátti þó ekki miklu muna. Það þarf sem sé ekki að kvarta um að söguefnið sé hversdagslegt og óspennandi en trúverðugt er það ekki, svo ekki sé meira sagt. Það getur verið allt í lagi að skrifa ótrúlega reyfara fyrir unglinga sé það vel gert en því er ekki að heilsa hér. En þó svo að margt sé gagnrýnisvert í þessum bókum vil ég einkum gagnrýna þær vegna þess að grunnhugmynd þeirra er mjög alvarleg, þ.e. kynferðisleg misnotkun á barni og ung- lingi. Það er síðan svo langt frá því að höfundur vinni úr henni af nokkurri ábyrgð eða alvöru sem hugsast getur. Mér fínnst ákveðið siðleysi að leyfa sér að skrifa ástar- og spennusögu á þessum grunni og að ekki megi sætta sig við að unglingum sé boðið upp á svona nokkuð. Heilbrigðir unglingar stunda íþróttir Þorgrímur Þráinsson hefur skrifað þrjár bækur um vinina Kidda, Tryggva og Skapta þar sem Kiddi er aðalpersóna. Sú fyrsta, Með fiðring í tánum (1989), fjallar um Kidda, sumarið sem hann er fjórtán ára. Hann dreymir um að verða fótboltahetja en er ekki nógu góður, Tryggvi er betri. Kiddi fer í sveit um sumarið og æfir sig mikið með TMM 1992:1 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.