Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 22
bolta úti á túni því hann veit að þrotlaus
æfíng skapar meistarann. En meginefni
sögunnar er þó fyrstu kynnin af ástinni og
sú manndómsvígsla sem fyrsti kossinn er.
Þetta tvennt eykur honum sjálfstraust og
hann stendur sig glæsilega í fótboltaleik í
lok bókar.
Fyrsta ástarsambandinu lýsir Þorgrímur á
rómantískan hátt og frásögnin af því þegar
Kiddi býður Sóleyju út að keyra á traktom-
um, þau finna fallega laut og hann gefur
henni sóleyjavönd áðuren að fyrsta kossin-
um kemur er eftirminnileg og fallega skrif-
uð.
íþróttirnar og fótboltaiðkunin em í raun-
inni aukaatriði þótt bæði nafn bókar og
kynning gefi til kynna að um fótboltabók sé
að ræða. Það sama er að segja um næstu
bók, Tár, bros og takkaskór (1990). Hún
fjallar mest um vináttu þeirra Kidda og
Tryggva sem eru á uppleið í fótboltanum og
kynni þeirra af nýjum vini, Skapta, sem æfir
ballett. Þetta eru heilbrigðir strákar og
hressir og Skapti er sérstakur, fer sínar eigin
leiðir ótrauður. Sjálfstraustið er í góðu lagi
hjá þeim öllum. Þessi bók er viðburðank og
atburðarásin ágætlega fléttuð og heldur les-
endum spenntum. Eins og í fyrri bókinni er
meginspennan tengd ástarsambandi Kidda,
nú við Agnesi. I viðbót við rómantískan
samdrátt lætur höfundur Kidda kynnast
missi og sorg og tekst að gera það á trúverð-
ugan og fallegan hátt.
Þriðja bókin, Mitt er þitt (1991) stendur
ekki undir þeim vonum sem binda mátti við
Þorgrím eftir laglegt byrjendaverk og fram-
hald sem sýndi greinilega framför. Bókin
segir frá Kidda, Tryggva og Skapta seinni
hluta vetrar og fram á vor í 9. bekk. Margt
gerir það að verkum að þessi síðasta bók
veldur vonbrigðum. Tvær þær fyrri eru
nokkuð trúverðug lýsing á lífi reykvískra
unglinga en þessi er öll reyfarakenndari.
Söguhetjunum er nú stillt upp sem góðu og
heilbrigðu unglingunum sem lenda í úti-
stöðum við spillta unglinga. (Og enn einn
höfundurinn grípur til þess að láta heil-
brigðu unglingana fara á kaffihús og fá sér
kakó og kökur.) Lýsingin á því með hvaða
hætti okkar menn hafa hina undir er mjög
ótrúverðug og bamaleg en getur þó verið
fyndin á köflum. Aðalpersónurnar verða
einmitt einum of bamalegar í þessari bók
og það hvað þeir piltar eru ömggir með sig
og klárir virkar þannig að þeir verða yfir-
borðslegir.
íþróttir skipta í rauninni engu ntáli í þess-
um bókum nema sem merkimiði. Aðalper-
sónurnar hafa áhuga á íþróttum og eru þar
af leiðandi heilbrigðir unglingar. Það veld-
ur vonbrigðum að höfundur sem þekkir svo
vel heim íþróttanna fjalli ekki meira og
betur um hann. Margt bendir til að það sé
mikilvægt um þessar mundir að hvetja
krakka til heilbrigðrar hreyfingar. Það er
slæmt ef leikjaþörfin fær útrás í tölvuleikj-
um og kroppurinn er vanræktur. Heilbrigð
sál í hraustum líkama er orðtak sem er enn
í fullu gildi og lestur getur stuðlað að heil-
brigðri sál og íþróttaiðkun að hraustum lík-
ama. Bækur um íþróttir og unglinga gætu
slegið tvær flugur í einu höggi, þó óbeint
sé. Þorgrímur hefur ekki enn náð því.
í bók sinni Fjólubláir dagar (1991), fjallar
Kristín Steinsdóttir líka um strák sem æfir
íþróttir og á heima í smábæ úti á landi.
Flestar unglingabækur gerast í Reykjavík
svo þetta erkærkomin tilbreyting. Bókin er
skrifuð í anda hversdagsraunsæis en sjálfs-
myndarpælingar 13 ára unglings eru í for-
grunni með tilheyrandi óánægju með sig og
12
TMM 1992:1