Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 22
bolta úti á túni því hann veit að þrotlaus æfíng skapar meistarann. En meginefni sögunnar er þó fyrstu kynnin af ástinni og sú manndómsvígsla sem fyrsti kossinn er. Þetta tvennt eykur honum sjálfstraust og hann stendur sig glæsilega í fótboltaleik í lok bókar. Fyrsta ástarsambandinu lýsir Þorgrímur á rómantískan hátt og frásögnin af því þegar Kiddi býður Sóleyju út að keyra á traktom- um, þau finna fallega laut og hann gefur henni sóleyjavönd áðuren að fyrsta kossin- um kemur er eftirminnileg og fallega skrif- uð. íþróttirnar og fótboltaiðkunin em í raun- inni aukaatriði þótt bæði nafn bókar og kynning gefi til kynna að um fótboltabók sé að ræða. Það sama er að segja um næstu bók, Tár, bros og takkaskór (1990). Hún fjallar mest um vináttu þeirra Kidda og Tryggva sem eru á uppleið í fótboltanum og kynni þeirra af nýjum vini, Skapta, sem æfir ballett. Þetta eru heilbrigðir strákar og hressir og Skapti er sérstakur, fer sínar eigin leiðir ótrauður. Sjálfstraustið er í góðu lagi hjá þeim öllum. Þessi bók er viðburðank og atburðarásin ágætlega fléttuð og heldur les- endum spenntum. Eins og í fyrri bókinni er meginspennan tengd ástarsambandi Kidda, nú við Agnesi. I viðbót við rómantískan samdrátt lætur höfundur Kidda kynnast missi og sorg og tekst að gera það á trúverð- ugan og fallegan hátt. Þriðja bókin, Mitt er þitt (1991) stendur ekki undir þeim vonum sem binda mátti við Þorgrím eftir laglegt byrjendaverk og fram- hald sem sýndi greinilega framför. Bókin segir frá Kidda, Tryggva og Skapta seinni hluta vetrar og fram á vor í 9. bekk. Margt gerir það að verkum að þessi síðasta bók veldur vonbrigðum. Tvær þær fyrri eru nokkuð trúverðug lýsing á lífi reykvískra unglinga en þessi er öll reyfarakenndari. Söguhetjunum er nú stillt upp sem góðu og heilbrigðu unglingunum sem lenda í úti- stöðum við spillta unglinga. (Og enn einn höfundurinn grípur til þess að láta heil- brigðu unglingana fara á kaffihús og fá sér kakó og kökur.) Lýsingin á því með hvaða hætti okkar menn hafa hina undir er mjög ótrúverðug og bamaleg en getur þó verið fyndin á köflum. Aðalpersónurnar verða einmitt einum of bamalegar í þessari bók og það hvað þeir piltar eru ömggir með sig og klárir virkar þannig að þeir verða yfir- borðslegir. íþróttir skipta í rauninni engu ntáli í þess- um bókum nema sem merkimiði. Aðalper- sónurnar hafa áhuga á íþróttum og eru þar af leiðandi heilbrigðir unglingar. Það veld- ur vonbrigðum að höfundur sem þekkir svo vel heim íþróttanna fjalli ekki meira og betur um hann. Margt bendir til að það sé mikilvægt um þessar mundir að hvetja krakka til heilbrigðrar hreyfingar. Það er slæmt ef leikjaþörfin fær útrás í tölvuleikj- um og kroppurinn er vanræktur. Heilbrigð sál í hraustum líkama er orðtak sem er enn í fullu gildi og lestur getur stuðlað að heil- brigðri sál og íþróttaiðkun að hraustum lík- ama. Bækur um íþróttir og unglinga gætu slegið tvær flugur í einu höggi, þó óbeint sé. Þorgrímur hefur ekki enn náð því. í bók sinni Fjólubláir dagar (1991), fjallar Kristín Steinsdóttir líka um strák sem æfir íþróttir og á heima í smábæ úti á landi. Flestar unglingabækur gerast í Reykjavík svo þetta erkærkomin tilbreyting. Bókin er skrifuð í anda hversdagsraunsæis en sjálfs- myndarpælingar 13 ára unglings eru í for- grunni með tilheyrandi óánægju með sig og 12 TMM 1992:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.