Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 25
og unglinga um nokkurt skeið en þetta er án efa hennar vandaðasta og besta bók. Ákveðnir persónuleikar Ég nefndi hér á undan að fáir hefðu fetað í fótspor Olgu Guðrúnar Amadóttur og skrif- að um unglinga í uppreisn. Nefnd skal þó til sögunnar Auður Haralds sem skrifaði Baneitrað samband á Njálsgötunni (1985), um dreng sem er móður sinni ansi erfiður. Hann er eftirminnilegur persónuleiki með munninn fyrir neðan nefið en litríkt málfar gerir það með öðru að verkum að sagan rís yfir meðalmennskuna og stendur enn fyrir sínu sem gefandi lesefni fyrir unglinga. Bitastæðasta íslenska unglingabókin síð- ustu árin, tel ég að sé Gauragangur (1988), eftir Olaf Hauk Símonarson. Persónan Ormur Óðinsson segir frá í 1. persónu og finnst sumum hann óþolandi unglingur þar til smám saman verður ljóst að kaldranalegt viðmót sem hann sýnir eru bara stælar og að undir er góður og viðkvæmur drengur. Sagan segir frá Ormi heima, í skóla og með félögum. Hann getur verið erfiður í um- gengni þar sem hann er gagnrýninn á allt sitt umhverfí og kann vel að koma orðum að því. Ormur er í síðasta bekk í grunn- skóla. Hann býr með móður sinni og tveim eldri systkinum og litlum bróður. Hjá þeim leigir sjómaðurinn Magnús sem Ormur hef- ur vægast sagt lítið álit á. í kjallaranum býr gamall fornbóksali með kettinum sínum og í samskiptum við hann og litla bróðurinn sjá lesendur fyrst hvað býr undir töffaralegu yfirborði Orms. Pabbi hans býr með nýrri konu í fínni íbúð og gagnvart þeim heldur Ormur allan tímann andliti töffarans og heimsækir þau ekki nema til að hafa bjór og peninga út úr þeim. Þetta kann að virðast kaldranalegt en það segir meira en mörg orð um tilfinningar Orms til föður síns að hann skuli þurfa að brynja sig á þennan hátt gagnvart honum. M.a. með þessu móti nær höfundur dýpt í persónusköpun og skilur eftir spurningar í hugum lesenda sem hver verður að glíma við sjálfur. Ormur er hugsandi piltur og gagnrýninn á skólakerfið og eins og Ilmur í Búrinu lendir hann í uppreisn og á engra kost völ nema hætta í skóla og þá fer hann á sjóinn þar sem hann þroskast mikið og mannast. Þar sér hann Magnús frá nýjum sjónarhóli og endurmetur afstöðu sína til hans. En þó Ormur sé gagnrýninn á skólann er hann ekki eins gagnrýninn á þá kvenímynd sem haldið er á lofti sem þeirri einu eftir- sóknarverðu. Þannig fellur hann fyrir Lindu TMM 1992:1 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.