Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 28
tilraun með efnistök í bók sinni Rugl í rím- inu (1990). Hún gerist að vísu mest í nútím- anum en þangað kemur drengur sem var uppi fyrir 200 árum. Hann stendur í þeirri meiningu að hann sé í álfheimum og fínnst margt kyndugt með álfum. Þannig fá les- endur sýn á samtíma sinn frá sjónarhóli drengs úr fortíðinni en um leið fá þeir dálitla innsýn í liðinn tíma. Rúnar fléttar þjóð- sagnaminnum hugvitsamlega saman í þess- ari sögu og málfar stráks sem er sam- tíðarmaður Magnúsar Stephensen er trú- verðugt, og líka fullt af húmor. Sagan er öll þrælfyndin, eins og má ímynda sér þegar tvær sextán ára reykvískar stelpur eru að fara í teiti og á ball með svona forngrip með sér. Það er líka spennandi að vita hvernig honum reiðir af, hvort stelpunum tekst að koma honum aftur í gamla tímann. Enginn skrifar annars fantasíubækur fyrir unglinga en margir unglingar sækja í þannig bækur á ensku. Ekkert er um saka- málasögur en það er með vinsælasta kvik- myndaefni sem unglingar horfa á og unglingsstrákar lesa oft þannig bækur ætl- aðar fullorðnum. Unglingar sækja líka tölu- vert í hrollvekjur af ýmsu tagi en varla er hægt að segja að nokkur unglingabókahöf- undanna íslensku, reyni að skapa gæsahúð, hvað þá meira. Athuganir sýna að algengt er að fólk hætti alveg að lesa bækur á unglingsárunum. Margir íslenskir unglingar vitna um það að þau hafi minnkað mjög mikið lestur eða hætt að lesa þá. Margt kemur til, unglingar eyða tímanum í hópi félaga og þá hentar betur að fara saman í bíó eða fá leigða mynd í myndbandstækið. En margir nefna líka þá ástæðu að unglingabækur höfði ekki til þeirra. Við því er hægt að bregðast með fjölbreyttara lesefni því að skoðun á ung- lingabókmenntum leiðir í ljós að efnið er einhæft og einsýnt í ljósi þess að margir unglingar muni ekki finna neitt við sitt hæfi. Höfundar ættu að veita því athygli hvers konar efni höfðar helst til unglinga í kvik- myndum og af því mættu þeir læra að þeir þurfa að skrifa bækur sem eru með vel byggðri og spennandi atburðarás, að ógleymdum góðuin húmor. Þar finnst mér helst pottur brotinn hjá þeim höfundum sem annars hafa náð góðum árangri í að skapa sannfærandi mynd af persónum og um- hverfi þeirra í hversdagslífinu. Að öðru leyti þarf að muna að unglingar eru ekki allir eins og hafa ekki allir sömu áhugamál. í vali sínu á yrkisefni og fram- setningu mega höfundar umfram allt ekki vanmeta unglinga. Og bókmenntafræðing- ar mega umfram allt ekki vanmeta gildi góðra unglingabókmennta. Tökum höndum saman og stuðlum að fjölskrúðugum bókmenntum fyrir okkar lit- ríka hóp íslenskra unglinga í sveit, bæ og borg. 18 TMM 1992:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.