Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 35
trúverðugur, svo og fjöldi annarra aukaper- sóna, og á hver sér sína sögu: systirin Anna, foreldrarnir, frændi Viktoríu . . . Martin tekur út heilmikinn þroska, en fær hann ekki á silfurbakka. Undir sögulok eru þau Viktoría bæði gjörbreytt, orðin um margt sjálfstæð og ábyrg gerða sinna. Þá tekur við síðasta eldraun þeirra. Martin þarf að brjóta odd af oflæti sínu og leggja blessun sína yfir Bandaríkjaferð Viktoríu. Það er eríitt að kyngja því að hún skuli taka ferðina fram yfir hann, en það hefst, og verður hann maður að meiri. Sjálf þarf Viktoría að standa frammi fyrir erfiðu vali og taka ákvörðun upp á eigin spýtur. Bókinni lýkur með kveðjustund þeirra. Þeim er báðum ljóst að hún er líklega endanleg, en þau sætta sig við aðskilnaðinn vegna minning- arinnar, sem ekki verður frá þeim tekin og kemur til með að fylgja þeim alla ævi, eins og ljóð eftir Tove Ditlevsen, eða lag eftir Lou Reed. Að lokum Islenskum lesendum er fengur að ofan- greindum bókum. Þær eru eins og vorvind- ar af meginlandinu, á tímum þegar séð er ofsjónum yfir einhæfni og einstefnu er- lendra menningaráhrifa. Tilgangur þessa skrifs var að vekja athygli á þeim. Hvað sem mönnum kann að finnast um þær verð- ur ekki fram hjá því horft, að þetta eru metnaðarfyllri og mennskari verk en met- sölu-verðlauna-vamingur handa dúkkulís- um þessa lands. Hér er ekki verið að biðja um stælingar á dönskum unglingareyfur- um, þeirra er síst þörf. Við eigum góða höfunda og góðar bækur innan um. Ban- eitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds er innilega hlý og fyndin bók. Beðið eftir strœtó og Hallœrisplanið eftir Pál V. Pálsson eru um margt tímamótaverk í íslenskum bókmenntum. Þá ættu Andra- bækur Péturs Gunnarssonar að falla í kramið hjá mörgum krökkum, þótt menn hugsi almennt ekki um þær sem unglinga- bækur, og enn eru rnargar ónefndar. ís- lenskir lesendur eiga það besta skilið og eiga að vera góðu vanir frá blautu barns- beini og æ síðan. Krökkum er vel ætlandi að lesa hvaða góðar bókmenntir sem er, ef þau eru læs á annað borð. Það er einmitt meinhollt, krefjandi, eftirsóknarvert og skemmtilegt að lesa „upp fyrir sig.“ Það sem kann að fara fyrir ofan garð og neðan við fyrsta lestur getur beðið betri tíma og annars lesturs, enda eru góðar bækur bestar marglesnar, líkt og oft kveðnar vísur mál- tækisins, og skilningur á þeim vex með lesandanum og baminu, andstætt brókinni góðu. Það mætti byrja á því að kalla hlutina sínum nöfnum. Kalla reyfara reyfara og sápufroðu sápufroðu, en ekki unglingabók ársins eða annað ámóta villandi. Svo skyldi enginn kaupa bók handa öðrum, nema hann geti hugsað sér að lesa hana sjálfur. TMM 1992:1 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.