Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 43
Einföldun á listrænum forsendum.
(Úr Kveta Pacovská: Eins, funf, viele.)
og keppast við að koma á framfæri því besta
sem til er, bæði innan lands og utan. Mynd-
skreytingar ætti að meta og ræða sem full-
gilda grein myndlistar og mikilvægan hluta
bókar. Myndskreytingar ætti að kenna sem
séstaka grein þar sem reynt er að kryfja til
mergjar hið flókna samband myndar og
texta. Svo er ekki — enn sem komið er.
Það erum við, fullorðna fólkið, sem veljum
fyrir börnin. Við ákveðum hvað er við hæfi
bama. Við megum ekki láta vanmat á
möguleikum þeirra til skilnings og þroska
valda því að valið verði einhæft. Það er
einkum á sviði bamabóka sem við getum
gefið bömunum mál og myndir sem búa
áfram með þeim, verða hluti af þeim sjálf-
um, opna þeim nýja möguleika. Bækur sem
unnar eru af alúð, kunnáttu og — ekki síst
— virðingu. Það er þessi virðing fyrir við-
fangsefninu og viðtakandanum sem getur
hjálpað til að byggja upp virðingu barnsins
bæði fyrir sjálfum sér og öðmm, til að
byggja upp heilsteypta sjálfsmynd, heil-
brigð tengsl við fortíð og nútíð og veitt styrk
til að takast á við framtíðina.
Fyrirlestur á Bókaþingi 1991.
TMM 1992:1
33