Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 47
margt úr böndum, sem hafði legið í dvala undir opinberum tilskipunum stjómvalda um að þjóðahatur væri bannað í hinum besta heimi allra heima, hinum sovéska. Svo var stríðið búið og Stalín hélt fræga skála- ræðu í Kreml um það, að Rússar væm þolinmóðari og merkilegri þegnar en aðrir landsmenn. Þetta var upphaf þess, að rússnesk þjóðremba væri gerð að opinberri stefnu ríkisins með frekari hætti en nokkur átti von á. Þetta var líka upphaf baráttunnar gegn hinum óþjóðlegu heimsborgumm sem ekki kunnu að meta það sem gott var og rússneskt. Heimsborgarar reyndust svo fyrst og fremst vera gyðingar, það segir sig sjálft. Að vera gyðingur í Rússlandi er að vera sekur um eitthvað. Þegar Júra var unglingur var því á lofti haldið hátt og í hljóði, að hans fólk væri ekki hollt kommúnismanum og kyndilbera hans, hinni rússnesku þjóð. Gott ef að júðamir vom ekki beinlínis komnir í samsæri við heimsauðvaldið. Nú löngu síðar, þegar málfrelsið er skollið á, er það útbreidd skoðun í Rússlandi að bolsévíkabyltingin og kommúnisminn hafi verið samsæri gyðinga og frímúrara gegn hjartahreinum og sannkristnum Rússum. Nema hvað: Júra missti sakleysi æskunnar á hættulegum tímum. Meðlimir Andfasískrar nefndar sovéskra gyðinga, sem hafði safnað peningum í Rússlandshjálp í Bandaríkjunum á stríðsámnum, vom allir skotnir á einum degi. Læknar af gyðingaættum sem unnu við Kremlar- sjúkrahúsið voru pyntaðir til að játa að þeir hefðu stytt háttsettum sjúklingum aldur og ætlað að drepa fleiri. Um allt land var gyðingum hent úr störfum og næsti áfangi var Síbiría. í rauninni slapp Júra fremur vel, en hann fékk þó heldur betur að vita hver hann var og hver staður honum var ætlaður. Hann lauk miðskólanámi með gullmedalíu og allir háskólar í Moskvu tóku honum vel þegar hann sótti um skólavist. Þangað til að því kom að spyija um fimmta punktinn á eyðublöðunum, um þjóðernið. Þá hmkku allar dyr aftur. Það er því miður fullt hjá okkur. Ekkert pláss á garði. Það vildi Júru og nokkrum félögum hans til happs, að í tækniskóla einum, sem ekki var hátt skrifaður og kenndi verkfræð- ingum í efnaiðnaði, var rektor sem hundsaði fyrirmæli sem hann hafði fengið um að taka ekki við gyðingum í skólann. Hann var svo rekinn, eins og vonlegt var. En alræðið er skrýtið, það á það til að komast ekki út úr ranghölum sem það hefur sjálft lagt í flókið kerfi um allt mannfé- lagið. Það var búið að fylla fyrsta námsár í Vélfræðiskóla efnaiðnaðarins af júðum — og það var ekki hægt að losna við þá aftur! Fyrr en þeir höfðu TMM 1992:1 37 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.