Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 50
Þetta var átta árum áður en Neil Armstrong hoppaði um tunglið í beinni útsendingu. Stundum fannst mér að Júra ætti sér sagnaranda. Sumarið 1968 var ég í heimsókn þar eystra. Dubcek hafði fitjað upp á sósíalisma með mennskri ásýnd í Prag og Brézhnév lét öllum illum látum. Sovésk blöð voru full af ískyggilegum skrifum um að gagnbyltingin léki lausum hala í Tékkóslóvakíu og yrði það ekki þolað. Þegar gamlir vinir komu saman gátu þeir ekki um annað talað. Júra kynnti mig fyrir nýrri manngerð, andófsmanni, einum þeirra sem skrifuðu undir mótmæli. Hann hét Roj Médvédev, tvíburabróðir líffræðingsins Zhoresar, sem settur hafði verið á geðveikrahæli fyrir pólitískan sjúkdóm sem kallaður var „umbóta- della“. í byrjun ágúst komum við saman nokkrir til að drekka vodka og það var ögn léttara yfir hópnum en verið hafði um skeið. Dubcek og Brézhnév höfðu hist á landamærum ríkjanna og gert með sér samkomulag um að Tékkar fengju að vera til áfram. Var nú ekki leiðin sæmilega greið til að halda þessu striki og gera eitthvað sæmilegt úr aumingja sósíalismanum, sem aldrei hafði fengið að njóta sín til þessa? Jú, það hlaut að vera. Eða réttara sagt: vonin bauð okkur að halda það. Nei, sagði Júra. Það er ekkert að marka þetta skjal. Þeir ráðast inn í Tékkóslóvakíu, sanniði til. Þeir geta ekki annað. Fordæmið er of hættu- legt fyrir þá. Við mótmæltum allir hástöfum, því hver vill trúa illum spám? En Júra hafði rétt fyrir sér, eftir fáa daga brunuðu skriðdrekarnir til Prag. Við Lena fórum heim til íslands tveim dögum eftir innrásina og móðir þeirra Júru með okkur. Nú var vík milli vina því mér fannst ég ekki lengur eiga nein erindi til Moskvu. Ég hitti Júru ekki aftur fyrr en árið 1975. Hann hafði verið mikið í slagtogi við andófsmenn. Médvédevbræður, sem töldu sig geta náð gagnlegu sambandi við umbótaöfl innan Flokks- ins, voru orðnir of hægfara fyrir hann. Júra komst í vinfengi við Andrej Sakharov og var honum innan handar með ýmislegt. Það vildi reyndar svo vel til, að Sakharov var staddur heima hjá Júru daginn sem blaða- menn leituðu hann uppi til að segja honum að hann hefði fengið friðar- verðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína. Leynilögreglan KGB vann að því um þetta leyti að fækka sem mest í liði mannréttindahöfð- ingjans, einangra hann sem mest. Sumir vinir Sakharovs voru settir inn 40 TMM 1992:1 j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.