Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 55
Jón Ólafsson „Þá ertu farinn að hugsa!“ Rætt við Pál Skúlason um heilbrigða skynsemi, sannleika og hugsunarleysi Heimspeki er œvinlega einhvers konar samtal. Þar er skipst á rökum og röksemda- færslum og reynt að finna réttar niðurstöð- ur um aðskiljanlegustu efiii. Heimspeki fjallar um gátur mannlegrar tilveru. Heimspekingar spyrja spuminga um or- sakir og veru, þeir spyrja um rétt og rangt, gott og illt — og raunar allt það sem liggur tilveru manna og samlífi til grundvallar. Þótt heimspeki snúist samkvœmt skil- greiningu um lífsgátumarþá er hún auðvit- að ekki einvörðungu um þær. Heimspeki getur verið um hvað sem er. Eða með öðrum orðum: Það er hægt að fjalla heimspeki- lega um hvað sem er. Þá er spurt um und- irstöður og hinstu rök. Það er spurt hversvegna eitt sé gert fremur en annað, hversvegna við tökum eitt trúanlegt en ekki annað og svo má áfram telja. Skiptar skoðanir eru um gildi þess að beina athygli að undirstöðum og sumir telja það vera niðurrifsstarfsemi. Heimspeki hefur alla tíð legið undir því ámæli sumra að spilla fyrir. Heimspekingar eru jafitvel taldir hafa ánœgju af því að leiða fólk í ógöngur og láta líta svo út að það sé heimskt og vanmáttugt. Stundum stafar þessi gagnrýni afþeirri hugmynd fólks að um sum efni verði aldrei komist að neinum haldbœrum niðurstöðum og því sé best að tala sem minnst um þau. En hitt er líka til að fólk ímyndi sér að hugmyndir þess séu áreiðanlega réttar og röksemdafœrslur til eðafrá breyti engu þar um. Slíktfólk telur gjarnan að sannleikann megi höndla með öðrum hætti en því að beita skynsamlegum rökum. Ahugi á heimspeki hefur farið vaxandi jafnt og þétt á síðustu árum hér á Islandi og raunar í mörgum öðrum löndum. Þetta kemur til afþví að fleiri ogfleiri sjá sér hag íþeirri þjálfun sem alvarleg umhugsun um undirstöðuspumingar tilverunnar veitir. Æ fleirum verður líka Ijóst að sá vandi sem nútímamenn þurfa að takast á við í lífi sínu verður ekki leystur með neinum auðveldum eða einhlítum hœtti. Þetta þýðiraðfleiri og fleiri vilja tala við heimspekinga. Þeir verða jafnvel vinsælir. Þeirverða eftirsóttir á fundi og mannamót, því sem þeir látafrá sérfara er tekið afopnum huga, gagnrýni þeirra góðlátlega og jafnvel með umhugs- un. Páll Skúlason er einn þeirra heimspek- inga sem hafa í talsverðum mœli snúið sér að því að tala við almenning um heimspeki; fólk sem ætlar sér ekki að læra þessa eða stunda sérstaklega, en telur sig einhverju TMM 1992:1 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.