Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 63
fslendingar hneigjast til slíks hugsunarleys- is. Þetta stafar meðal annars af tjáningar- hefðum okkar. Þær eru tvennskonar: Annarsvegar ljóðræn hefð, hinsvegar frá- sagnarhefð. Hvorttveggja skáldskapar- hefðir. Þær setja mjög mark sitt á menningu okkar, en eru hinsvegar ekki opnar fyrir yfirvegun og umhugsun sem nútíminn krefst af fólki. Meðal annars þessvegna eig- um við erfitt með að takast á við nútímann. Stafar þetta af skorti á rökrœðuhefð? Eiga Islendingar kannski bágt með rökhugsun vegna þessara hefða ? Hugurinn þarfnast skýrra hugmynda og hugtaka til að geta hugsað um veruleikann sem við stöndum frammi fyrir. Það er ekki hægt að botna í nútímaheimi hafi menn ekki gott vald á flóknum hugmyndakerfum. Þetta leiðir til þess að menn hætta að skynja heiminn nægilega skýrt til þess að geta rætt um hann á gagnrýninn hátt, fólk lokast og einangrast og er einsog úti að aka í veröld- inni. Stór hluti af menningu heimsins er deyjandi vegna þess að hún aðlagast ekki þeirri fræðahefð sem er að verða allsráð- andi. Og ef við tileinkum okkur ekki agaða, heimspekilega eða fræðilega hugsun um veruleikann þá getum við ekki talað um hann eða tekist á við hann. Okkar eigin menning er í stórhættu vegna þessa miklu fremur heldur en vegna erlendra áhrifa. En Islendingar trúa því nú yfirleitt að menningararfurinn, bókmenntirnar sé ein- mitt besta vegamestið ínútímanum, og það sé eiginlega vegna þeirra sem við getum með nokkrum rétti kallað okkur menning- arþjóð Hugsunarhefð bókmennta okkar er tak- mörkuð við góðar frásagnir og kvæði. Á þessum sviðum eigum við miklar og þroskaðar bókmenntir. En einkenni þeirra er skortur á endurskoðun, yfirvegun og skýrleik. I þær vantar rökræðuna sem þörf er á í nútímanum. Rithöfundarnir eiga að takast á við þetta verkefni, móta skilning og sjálfsskilning, berjast gegn mótsögnum, hugsunarleysi. Og þetta veldur því að hér blómstrar eink- um tœknileg hugsun, sem fyrirmunar okkur að greina stöðu okkar í lífinu og sjá skýrt eða hvað? Tæknileg hugsun sem slík er lífsnauðsyn- legur þáttur í andlegu lífi og verklegri menningu. En á síðari tímum hefur henni hætt til að einoka hugi fólks og þá er voðinn vís. Tæknileg hugsun skeytirekki um sann- leikann vegna þess að hún þarf ekkert á honum að halda. Mælikvarðar tæknilegrar hugsunar eru árangur og afköst. Tæknileg hugsun ýtirburtu siðviti og bókviti en held- ur einungis verksvitinu eftir. Merking, til- gangur, sannleikur eða réttlæti; verksvitið fer að starfa án tillits til þessa. Þegar öll mannleg hugsun verður tækni- leg hugsun, þá er stöðugt leitað einfaldra lausna á flóknum lífsvandamálum, einsog þau væru tæknileg vandamál sem hægt væri að leysa í einum grænum, bara ef rétta lausnin fyndist. Það er ógnun við samfélag- ið að tæknileg hugsun nái yfirhöndinni, vegna þess að fæst vandamál mannlífsins eru tæknilegs eðlis. Órökvísi og dulhyggja hafna tæknihyggj- unni alls ekki, hliðra sér bara hjá því að takast á við hana. Stundum er eins og marg- ir haldi að valkosturinn við tæknihyggju sé TMM 1992:1 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.