Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 68
Dæmi um hve illa einföld byggingarform geta fallið að náttúrunni.
Tengikassi frá Rafmagnsveitu ríkisins á Snæfellsnesi.
okkur og eru eðlislæg en fá ekki að njóta
sín. Hraðinn og ruglið eru svo yfir-
þyrmandi. Virðingin fyrir hinu gamla er
takmörkuð hvort sem átt er við gamalt fólk,
gömul mannvirki eða gamla speki. Vél-
menningin er dýrkuð. Nýjungagimin glep-
ur og fordómar gagnvart hinu gamla lifa
góðu lífi. Nýjungar eru nauðsynlegar, ekki
vegna þess að þær eru nýjar heldur vegna
þess að í þeim felst frjósemi mannsand-
ans. Og margar nýjungar færa okkur þægi-
legra, betra og frjórra líf. En nýjungum þarf
líka að taka með fyllstu varúð. Gleymum
ekki gerviefnum, eiturefnum og umbúða-
fargani. En við erum að velta vöngum yfir
mannvirkjum og því væri fróðlegt að vita
hve mörgum tugmilljónum e.t.v hundruð-
um milljóna króna við höfum hent í svo-
kölluð fúavamarefni, sem eru í besta falli
gagnslaus, efni sem hvorki jafnast á við
tjöru né sellýsi.
Svo langt gengur vanmatið á hinu gamla
að við teljum okkur jafnvel vitrari, fróðari
og skynsamari en fyrri kynslóðir. Því miður
er fátt sem bendir til að svo sé. Mörg rök
hníga að því að heimurinn sé verr staddur í
okkar höndum og á meiri villigötum en
nokkru sinni fyrr. En við trúum á aðra hluti,
aðra guði, en forfeður okkar gerðu og vitum
ýmislegt um frumu og atóm, um bfla og
skurðgröfur, lóran og vídeó, jafnvel um
víðáttur alheimsins.
En jafnframt höfum við týnt niður
allskyns þekkingu og reynslu kynslóðanna,
mikilvægri og merkilegri þekkingu, list-
sköpun, skemmtilegum söngvum og sið-
58
TMM 1992:1