Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 69
Virðingin fyrir hinu gamla er
takmörkuð hvort sem átt er
við gamalt fólk, gömul mann-
virki eða gamla speki. Vél-
menningin er dýrkuð.
um. Nú á dögum þegar við gloprum niður
vitneskju um siglingaleiðir og fiskislóðir
eftir miðum, fornum reiðgötum, staðgóðri
þekkingu á eyðibýlum, á fomum lending-
um og lífhöfnum, sem ekki er við haldið, að
ógleymdum atvinnuháttum, þá verðum við
að spyrja: Hvers vegna emm við svona
óskynsöm? Og þó svo að við vitum eitt og
annað um Síríus og svartholur úti í himin-
geimnum þá kunnum við ekki að nota
stjömuhimininn. Fáir sjómenn geta tekið
mið af stjörnum himinsins þótt lífið liggi
við. Hefðu þeir ratað til Islands á sögu-
öld? Og í atvinnuháttum er skarð fyrir
skildi. Æ færri íslendingar kunna t.d. að
hlaða vegg, tyrfa þak, mjólka, smíða,
sauma og pijóna, verka selskinn. Verka sel-
skinn til hvers? Það borgar sig ekki þótt
með selkjöti fari forgörðum góður matur
fyrir hungraðan heim og selskinn sé fallegt
og eitt besta leður sem völ er á. Er nokkuð
við leður að gera þegar nóg er af plastinu?
Selveiðar hafa breyst úr gagnlegum
hlunnindabúskap í fjöldadráp til engra
nota. Hlunnindabóndinn verkaði skinn,
saltaði eða reykti kjötið og gerði lýsi úr
spikinu. Og lýsið var ekki aðeins fóðurbæt-
ir heldur og fúavörn á timbur. Selskinn er
verðlítil eða verðlaus útflutningsvara, en
enginn hefur kannað hvort Islendingar
kæra sig um loðhúfur, úlpur og kápur úr
þessum stórfagra feldi. Það kemur af því að
íslendingar hafa aldrei lært að súta og hefla
selskinn rétt. Því síður kunna þeir að búa til
leður úr selshúð, leður sem er jafnsterkt
nautsleðri og ekki síður fallegt.
Fjöldadráp á selum sem Hringormanefnd
hefur staðið fyrir hefur á stundum verið
viðbjóðslegt, einkum þegar neðrikjálkalaus
selahræ lágu vítt og breitt um fjörur og
minntu óhugnanlega á þá aðferð indíána að
taka höfuðleður manna. Nú er allur selur-
inn hakkaður í refafóður nema magainni-
hald sem haft er til rannsókna og skaufinn
sem er verðmikil útflutningsvara.
Fjöldadráp Hringormanefndar er talið
byggja á vísindalegum niðurstöðum og
efnahagslegri nauðsyn. Fræðileg rök fyrir
drápinu eru í molum og þar með þau efna-
hagslegu líka. Þau fræðilegu byggja ennþá
á getgátum ekki ósvipuðum þeim er komu
fólki á bálköst á miðöldum. Þetta á ekki
aðeins við um fæðu sela og tengsl þeirra við
hringorma í ftski heldur og við stofnstærðir
sela. Sú spurning er áleitin hvort fjölda-
drápið sem Hringormanefnd stendur fyrir
byggist alfarið á fordómum, blóðþorsta eða
þörf fyrir blóraböggla. Það er hins vegar
eðlilegt að veiða sel og nýta hann og sel-
veiðibændur eiga að sjá um þær veiðar. Um
leið á að stjóma veiðunum í stað þess að
hleypa skotglöðum mönnum lausum um
alla sjóa. Jafn sjálfsagt er að finna gagnleg-
ar aðferðir til þess að nýta sel eins og efni
Sú spurning er áleitin hvort
fjöldadrápið sem Hringorma-
nefnd stendur fyrir byggist al-
farið áfordómum, blóðþorsta
eða þörffyrir blóraböggla.
TMM 1992:1
59