Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 72
sína má fullyrða að sögualdarbærinn hafi fallið vel að umhverfinu og betur en nokkur Breiðholts- eða Ljós-álfheimablokk. Samt sem áður hefur hann verið reisulegur og vinalegur. í framhaldi af því er full ástæða til að hugleiða hvers vegna háreistir sögu- aldarbæir, að ekki sé minnst á íslenskar stafakirkjur, féllu betur að íslensku Iands- lagi en skúr- eða flatþekjur nútímans. Fjarlægðir og línur í landslagi ráða úrslit- um um það hvort mannvirki falla inn í það eða ekki. Kröftugar línur fjallahlíða og hamrabelta heimta að tillit sé tekið til þeirra. Sléttan, ímynd þrautseigju, er líka kröftug, en mýkt landslagsins felst í ávölum ásum, lautum og hólum og lækir og ár auka fjölbreytnina. Fomaldarbærinn, eins og hann er talinn hafa verið, féll einstaklega vel að línum íslensks landslags. Það er eins og hann hafi vaxið upp úr landslaginu. Oft reis hann á hlutlausu svæði, þar sem engin átök voru á milli fjalls og undirlendis, og samt var hann í samræmi við hlíðar fjalla en mýkti jafn- framt harðneskju kletta, meðal annars með torfþekjunni. í landslagi hóla og ása varð hann tígulegur. Reyndar var torfbærinn hannaður svo í þaula að hann varð einskon- ar eftirmynd íslensks landslags og af þeim sökum er hann sígildur í þessu landslagi. Og segja má um fom mannvirki að þau em svo eðlileg að þau mynda einskonar fram- hald náttúrunnar. Það er lóðið. En hvað hefur gerst á íslandi á þessari öld framfara? Upp úr 1950 og fram til 1985 eða svo, þegar mest er byggt á íslandi ríður yfir landið bylgja af húsagerðum sem ekki tóku tillit til umhverfis eða féllu að því. Mörg þessara húsa héldu hvorki vatni né vindi vegna þess að byggingarmátinn var fram- Það er ekkert einkamál að reisa hús . . . andi. Hinn nýi byggingarstíll var hvorki stórbrotinn né hugmyndaríkur og minnir fremur á mismunandi útfærslur á bílskúr en nokkuð annað, og þannig em blokkir og bæjarhverfí víða um land. Það er ekkert einkamál að reisa hús, ekki sjálfsagt að ögra fegurðarskyni fólks eins og ineð álveri í Straumsvík og skúraskrifli og ruslahaugum Stálfélagsins í Hafnar- fjarðarhrauni; eða með skærmáluðum tönk- um olíufélaga á viðkvæmum og fögmm stöðum um allt land. Það á að fela tankana og mála þá inn í landslagið. Þeir skaða umhverfið en þeir minna líka á skelfilegt tillitsleysi olíufélaga um allan heim gagn- vart umhverfinu. Það er heldur ekki einkamál bóndans að reisa nýbyggingu í túninu heima eða að skera holundarsár í mýrar og móa landsins, vegna þess að allar slíkar framkvæmdir eru varanlegar. Samt eru sveitabýli ekki skipu- lagsskyld á sama hátt og þéttbýli. En hvaða lausn væri það, svosem? Alls engin, nema annað fylgdi eftir. Núorðið er algengt að sjá húsaþyrpingar, kraðak húsa, á sveitabæjum um allt land þar sem áður var myndarlegt og vinalegt heim að líta. Þar sem byggingar em í fullkomnu ósamræmi hver við aðra og illa staðsettar bæði er varðar umhverfi og hagræðingu. Á sumum bæjum hefur nýtt bæjarstæði verið valið og nútíma „böngaló" eins og í Bón- ansa stendur á stað sem segir: það á eftir að flytja húsið. Þá er í næsta nágrenni gamalt og reisulegt hús niðumítt á hinu eina og rétta bæjarstæði. 62 TMM 1992:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.