Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 73
Bændur kunnu manna best að velja bæj- arstæði, en margir hafa glatað þeirri kunn- áttu og gera sér ekki ljósa þá ábyrgð sem því fylgir að hafa jörð í umsjón sinni. Þeir eru fyrst og fremst umsjónarmenn og eiga að fara að með gát vegna þess að í raun á enginn landið — eða allir eiga það — það er frumburðarréttur íslensku þjóðarinnar sem enginn hefur rétt til að skerða. Svo illa tókst til að stofnanir og félög fóru að ráðskast með fegurð sveitanna og ekki bara fegurðina. Þau sögðu bændum hvem- ig þeir ættu að byggja, rækta, vélvæðast og hugsa — og gera enn. Varðandi byggingar létu þeir Teiknistofu landbúnaðar og Hús- næðisstofnun rílcisins segja sér fyrir verk- um. Teiknistofan var ekki slæm hugmynd en hún reyndist ekki starfí og ábyrgð sinni vaxin hvemig sem á þvr stóð. Þar voru m.a. teiknuð stöðluð peningshús. Afraksturinn má sjá um allt land í smekklausum hlöðu- gímöldum, fjósum og fjárhúsum að ógleymdum langhundum refa- og minnka- búa. Það sem verra er að þessi hús falla hvergi að umhverfinu vegna þess að þau em Húsnœðisstofnunin beinlínis neyddi menn til að nota staðl- aðar teikningar, og eftir þeim voru byggð einhver Ijótustu íbúðarhús sem um getur til sveita. stöðluð fyrir staði sem eru ekki til. Húsnæðisstofnunin beinlínis neyddi menn til að nota staðlaðar teikningar, og eftir þeim voru byggð einhver ljótustu íbúð- arhús sem um getur til sveita. Tillitsleysið við umhverfið var í algleymingi, stórslys, stflbrot og smekkleysa tröllríða sveitum landsins. Bændur höfðu öldum saman hag- rætt og byggt heima hjá sér — og gert það vel eftir efnum og ástæðum — en þeir létu öðmm eftir gæslu fjöreggsins. Og það má heimfæra upp á okkur öll. Við gefum fjör- egginu engan gaum. Og ekki var þetta fuglasöngur. Við emm á villigötum og lítil framtíðarvon í háttalagi okkar. Við bjóðum börnum okk- ar aðeins upp á meira hraðarugl, sóun á auðæfum, yfirgengilegar skuldir og and- lega vanlíðan. Það dapurlega er að við lát- um þessi ósköp yfir okkur ganga án þess að spyma við fæti. Samt verðum við að eygja von um bjartari tíð. Til þess verður að breyta hugarfari land- ans. Skera á alvald gróðahyggjunnar sem við erum ofurseld. Við búum enn við það fmmstæða hugarfar að öllu megi farga og spilla fyrir gróðavon: Við emm tilbúin að fórna Mývatnssveit, Eyjabökkum, Dimmu- gljúfmm, Jökulsárgljúfrum, Flatey á Breiðafirði, hreinu lofti, tæru vatni, fjömm og sjó — öllu þessu óviðjafnanlega ríki- dæmi sérstöðunnar — bara ef einhver skyldi nú geta grætt á því. Hugarfarsbreyting kostar vinnu, peninga og fórnir. En spenna, sóun og lífshraði eru dýrkeyptari. Þau eru á kostnað lífsgleði og hamingju. Við verðum að endurskoða allt verðmætamat og átta okkur á því að hag- vöxtur nú á tímum, og eins og hann er . . . hagvöxtur nú á tímum, og eins og hann er mœldur, er skelfilegt rugl. TMM 1992:1 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.