Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 74
mældur, er skelfilegt rugl. Hagvöxtur er mæling á svokölluðum hagnaði, og stað- reyndin er sú að sóun á verðmætum og varanlegum gildum getur leitt til hagvaxtar. Segjum svo að aukin skattheimta vegna álvers og stórvirkjana verði til þess að við þurfum að vinna 10 tímum lengur á mán- uði. Þetta er kannski sá tími sem við notum til þess að hagræða í innkaupum fyrir fjöl- skylduna, lesa fyrir og tala við börnin okkar svo að þeim líði þokkalega, heimsækja vini og ættingja, tala saman, lesa. Afraksturinn af auknu vinnuálagi em erfíðari heimilis- aðstæður, dýrara heimilishald, vanlíðan og þreyta. En þjóðarbúið myndi sýna hagvöxt vegna aukinna afkasta og aukinnar neyslu. Hagvöxtur er afleitur mælikvarði og hræði- lega villandi af því að orðið er svo vinalegt — svo mikið töfraorð. En hann er blekking og svikamylla. Hann er spennan sem þarf að draga úr. í stað hagvaxtar ætti að mæla hagsæld. Og við verðum að halda áfram að stinga á kýlum. Sú árátta er landlæg að leggja að jöfnu framkvæmdir og framfarir. Allar fram- kvæmdir hversu litlar sem þær eru orka tvímælis og því stærri sem þær eru þeim mun vafasamari eru þær. Framkvæmdir eru ekki skyldari framförum en magn er skylt gæðum og linnulaus framkvæmdagleði landans er ákaflega varhugaverð. Spakur bóndi í Þistilfirði orðaði það svo þegar hann ræddi um dugnað frænda sinna: „Það versta við þessa duglegu menn er það að þegar þeir gera vitleysu þá gera þeir svo mikla vitleysu.“ Það er málið! Það þóttu og þykja enn framfarir þegar hætt var að nota dráttarhesta í sveitum og þorp- um? Er það víst? Hestur er auðveldari en dráttarvél í gang á veturna. Yfirleitt er nán- ara samband á milli manns og hests en manns og dráttarvélar. Rekstur hests þarf ekki að vera mikill og viðgerðakostnaður í lágmarki. Hann er ekki mjög hávær, meng- ar ekki umhverfið og eykur fjölbreytni lífs- ins. Öðru vísi verðmætamat og annar hraði sem hæfir sálinni. Eru það framfarir að ræsa fram flæðiengj- ar, þessar eilífðarekrur sem aldrei bregðast og aldrei þurfa tilbúinn áburð? Hefðu það ekki fremur verið framfarir að finna upp hentug verkfæri til að nytja flæðiengjar? Hvemig getum við sagt bömum okkar að það séu framfarir að virkja stórt og eyði- leggja landið á meðan landsmenn búa við orkuokur en stóriðjuhöldar fá hana undir framleiðsluverði; þegar hagkvæmara er fyrir meðal sveitabýli að byggja eigin vatnsaflsstöð en að kaupa orku frá ríkinu? Hvernig getum við sagt börn- um okkar að það séu framfar- ir að virkja stórt og eyði- leggja landið á meðan lands- menn búa við orkuokur en stóriðjuhöldar fá hana undir framleiðsluverði. . . ? Smátt er oft hagkvæmara en stórt og sjálfs- þurftarbúskapurinn er gulls ígildi. Við eigum að hugsa um heildir: sveitir, þorp, bæi, borg og þjóð — í smáum, fjöl- þættum og samtengdum einingum — í stað risastórra patentlausna — þær eru áhættu- samar, dýrar, óhagkvæmar og bera vott um hugmyndafátækt. Eins þurfum við að víkka 64 TMM 1992:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.