Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 81
( ... ) smám samanfór það að skipta minna máli hvort nokkur maður lœsi það sem í bókinni stœði. hans hefðu verið mörg ár að finna lesendur sína; svo mörg raunar að nútímaleg mark- aðsviðhorf í bókaútgáfu myndu umsvifa- laust dæma verk hans úr leik og senda þau í pappírsendurvinnslu. Fordæmi slíkra manna hefur haldið við von margra annarra höfunda sem miður hefur gengið, um að ná um síðir til lesenda. En þeir er því miður margir sem hafa gleymst og munu aldrei rísa upp þó að í verkum þeirra megi finna mjög merkar bókmenntalegar tilraunir til allra skapaðra hluta ef fyllstu sanngimi er gætt. En áheyrendur/lesendur spyrja ekki um sanngimi. Þeir verða að fá sinn galdur, þeir verða að fást til að sitja áfram og hlusta eða fletta yfir á næstu blaðsíðu. Þannig hefur bókinni tekist að opna leið fyrir fjölbreyttari bókmenntir og leyfa alls konar sérvitringum/snillingum að þróa persónulegan stQ, bæði við ritun og lestur bókmennta. En hún hefur ekki losað rithöf- unda undan þeirri einföldu kvöð að í raun er einn maður bara að segja öðmm manni/ mönnum sögu þó að hann noti til þess prentað mál. Og ef alls enginn nennir að hlusta/lesa þá er heldur engin saga þó að hún sé skráð á pappír sem er hvort eð er súr og eyðist upp á lagerum og bókahillum þar til hið eilífa, prentaða orð máist endanlega út og sporgöngumenn okkar þurfa að leita aftur að textanum á skinnhandritunum gömlu. Þrátt fyrir allar nýjungar og glímu við form skáldsögunnar þá er í fullu gildi sá einfaldi smekkur sem kom fram í svari vest- uríslenska sagnamannsins Eðvarðs Gísla- sonar þegar Hallfreður Örn Eiríksson spurði hann í Ámagarði 30. júlí 1974 um það hvort hann hafi alltaf haft gaman af sögum: „Ójá, ég hafði gaman af þessu,“ sagði Eðvarð, „þeim sem voru vel sagðar og dáldið hnyttnar." Svo spyr Hallfreður aftur hvaða sögur honum hafi þótt skemmtilegar: „Það var alveg sama hvers efnis þær vom, ef þær vom vel sagðar; voru vel sagðar kímnisögur.“ Með öðmm orð- um: Rithöfundar þurfa að skrifa vel og hafa húmor. Svo einfalt er það. Með heiti þessarar greinar, „Frá formi til frásagnar“, er vísað til þess að á þeim áratug sem nú er nýliðinn hefur orðið þróun í þá átt að höfundar eru aftur famir að segja lesendum sínum sögur líkt og Halldór Guð- mundsson reifaði hér í Tímaritinu á nýliðnu ári („Sagan blífur. Sitthvað um frásagnar- bókmenntir síðustu ára,“ í TMM 3:91, bls. 49-56). Það viðhorf er m.ö.o. á undanhaldi að það sé nóg að skrifa bara snilldarverk og láta framtíðinni eftir að sjá fyrir lesendum. Og það er heldur ekki nóg að skrifa um eitthvert viðurkennt málefni, taka á vanda samtíðarinnar, benda svonefndum merk- ingarfmgri á óréttlætið í heiminum eða ein- semd mannsins, fylla allt af ímyndunarflugi Með öðrum orðum: Rithöf- undar þurfa að skrifa vel og hafa húmor. Svo einfalt er það. eða ofskynjunum úr þjóðsögum, rífa úr sér hjartað og svipta hulunni af örvæntingu TMM 1992:1 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.