Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 82
sinni og hleypa svitafýlunni út. Það nægir ekki einu sinni að skrifa í anda viður- kenndrar stefnu og gera flestar formtilraun- ir undanfarinna áratuga með því að gefa hefðbundnum söguþræði á kjaftinn eins og það heitir víst, brjóta allt í sundur, reyna á svokallað þanþol tungumálsins og sýna brotakenndan heim manns sem svitnar ekki einu sinni af því að nútíminn felur nautnim- ar í svitalyktareyði. Engin slík formúla get- ur tryggt góða bók — og hefur aldrei gert. Allar forskriftir hafa hmnið, líka þær sem mæla svo fyrir að menn eigi ekki að fara eftir forskrift. Við erum loksins að jafna okkur á því frelsi sem rit-/prentlistin gaf höfundum og þeir sem vilja skrifa verða að horfast í augu við það erfiða verkefni að halda lesendum við efnið. En rithöfundar eru ekki jafn bundnir af fjöldaathygli og fyrirrennarar þeirra, sögumennimir. Þeir geta reynt nýjar leiðir og séð svo til hvort einhver fylgir þeim í lestri án þess að óttast það að vera álitnir geðbilaðir menn, þular- stóli á, að tala við sjálfa sig. Það er einmitt þetta frelsi að þurfa ekki að verða metsölu- höfundur strax sem gerir það að verkum að höfundar geta og verða að halda áfram að takast á við nýsköpunina. Þeir þurfa að skrifa af einlægni og brjótast áfram í list sinni en ekki halla sér afturábak í hæginda- stólnum og segja sem svo að allar nýjungar séu þegar komnar fram og ekki annað eftir en að finna sér viðeigandi stíl og efnistök í brellubanka sagnameistaranna. Og tak- mörk þessarar nýsköpunar hafa ekki ennþá fundist eins og við sjáum af persónulegum sagnaheimi Gyrðis Elíassonar og ferskum sögum Guðmundar Andra Thorssonar, sem hefja nýjan kafla í okkar bókmenntasögu. Sú staða er komin upp að allt er leyfilegt, hver sinnir sínu og gróskan er mikil í skáld- Allar forskriftir hafa hrunið, líka þœr sem mœla svofyrir að menn eigi ekki aðfara eft- irforskrift. Við erum loksins að jafna okkur á þvífrelsi sem rit-/prentlistin gafhöf- undum og þeir sem vilja skrifa verða að horfast í augu við það erfiða verkefni að halda lesendum við efnið. sagnaritun. Einmitt af því að það er engin stefna. Um leið og forskriftimar hafa hrunið (samfara hruni forsjárhyggju í pólitík og einstefnu í fatatísku) hefur komið fram sá bókmennta- og söguskilningur að veröldin verði í raun aldrei skynjuð nema út frá hverjum einstaklingi. Við emm hvert um sig á ráfi um heiminn og reynum að sjá hann út með eigin augum. Því er allt í lagi að miða bara við það í daglegu lífi að jörðin sé flöt og sólin gangi í kringum okkur, komi upp og setjist eins og ekkert sé, þó að það sé rangt í vísindalegum skilningi. í bókmenntunum kemur þetta þannig út að við höfum engan algildan kvarða sem hægt er að bregða á sögur og segja: „Þessi saga er góð og þessi er vond.“ Um þetta verður hver að dæma fyrir sig og þar með kemur að vanda bókmenntasögunnar. Skrifað verk um bókmenntasögu, sem reynir að ná yfir alla lesningu heimsins eða tiltekins menningarsvæðis hlýtur að mis- takast vegna þess að slík saga getur ekki verið fulltrúi fyrir lestrarreynslu neins ein- staklings. í bókmenntasögu verður að taka 72 TMM 1992:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.