Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 88
Það er stórlega varasamt að
kenna bókmenntasöguritum,
fjölmiðlakynningu eða auglýs-
ingum um hvort skáldverk
lifa og komast til lesenda
(...)
Og þá gildir umfram allt að
þau geymi vel sagða sögu,
séu hnyttin og vel skrifuð.
komast til lesenda. Það er skiljanlegt að
misheppnaðir höfundar segi fjölmiðlaátak-
ið hafa mistekist til að afsaka takmarkaða
velgengni verka sinna, og plástri þannig
yfir sárin sem hljótast af því að mæta hörð-
um raunveruleikanum. Fjölmiðlakynning
getur líka haft áhrif á sölu einu sinni eins og
dæmið um Ólaf Jóhann yngri sýnir. En
þegar fram í sækir verða skáldverk að
standa á eigin fótum, ein og óstudd. Og þá
gildir umfram allt að þau geymi vel sagða
sögu, séu hnyttin og vel skrifuð. Þau verða
að geta lyft sér upp fyrir þær væntingar sem
samtíminn gerir til skáldverka: einn daginn
módemismi, annan daginn raunsæi, hinn
daginn magískt raunsæi, og svo miklar
formtilraunir í bland þar sem ekkert má
ganga blátt áfram eins og klukkan. Þau
verða að höfða til lesenda, fanga þann gald-
ur sem tælir fólk til að hlusta eða lesa áfram.
Um hvað, skiptir ekki máli ef höfundar
glíma af einlægni við nýsköpun forms og
efnis í frásögn sinni.
Grein þessi byggist að mestu á erindi sem höf-
undur flutti á fundi Félags áhugamanna um
bókmenntir 1. desember 1990, um bókmenntir
níunda áratugarins.
78
TMM 1992:1