Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 89
Þorsteinn frá Hamri
Gesturinn á Staðastað
í endurminningabók sinni hefur Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará sögu
eina eftir Kristínu Jónsdóttur frá Tröðum í Staðarsveit. Sagan fjallar um
það er Jónas Hallgrímsson gisti að Staðastað, ræddi við Kristínu og
varpaði fram vísu, og er þá vísu að finna í nýrri útgáfu ritsafns Jónasar. í
þessari grein eru leidd rök að því að frásögn Helgu og Kristínar sé
hugarburður einn.
Árið 1986 kom út bókin Öll erum við menn
eftir Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará.
Að þeirri bók var góður fengur. Hún hefur
að flytja sagnir frá fyrri tímum ásamt end-
urrminningum Helgu sjálfrar og annarra
sem hún hefur kynnzt á lífsleið sinni. Þeirra
á meðal er Kristín nokkur Jónsdóttir frá
Tröðum í Staðarsveit, sem kom háöldruð til
dvalar hjá foreldrum Helgu árið 1913.
Samkvæmt sóknarmannatali hafa for-
eldrar Helgu, Halldór Jónsson og Ingiríður
Bjarnadóttir, búið á Kálfárvöllum í Staðar-
sveit þegar Kristín kom til þeirra sem nið-
urseta 1913 frá Vatnsholti í sömu sveit. Árið
eftir, 10. júní, deyr hún á Kálfárvöllum,
sögð 95 ára í prestsþjónustubók, sem raunar
er ofreiknað; hún var fædd 1822, eins og
nánar getur síðar.
Helga Halldórsdóttir hefur verið um tíu
ára aldur þegar Kristín dvaldi hinztu ævi-
daga sína á Kálfárvöllum. í bók sinni hefur
hún margs að minnast úr fari og frásögnum
gömlu konunnar. Er þar einkum að geta
æskuminninga auk annars fróðleiks frá
prestssetrinu á Staðastað, en svo er að sjá
sem Kristín hafí eitthvað verið þar vistum í
tíð séra Guðmundar Jónssonar, sem þar
þjónaði kalli frá 1798 til dauðadags 1836.
Helga hefur eftir Kristínu að hún hafi
mjólkað kvíær fyrir séra Guðmund annan
hvem laugardag í nokkur sumur og haft þar
sitthvað annað að snúast. Að einum þætti
þessa bókarefnis verður nú lítillega vikið.
Þar er um að ræða atburð sem Helga Hall-
dórsdóttir telur að hafi orðið Kristínu „sér-
staklega minnisstæður“: eitt laugardags-
kvöldið kom langferðamaður með tösku-
hest að Staðastað til gistingar hjá séra Guð-
TMM 1992:1
79