Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 90
mundi, sjálfur Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur. Kristín Jónsdóttir hefur orðið í frásögn þessari, segir frá í fyrstu persónu og lýsir því glöggt hvernig fyrir hana var lagt, þá unglingsstúlku, að þjóna Jónasi til sængur, hafa til heitt þvottavatn og draga af honum vosklæði. Heldur frásögnin síðan áfram sem hér segir: Þegar ég var búin að hita vatnið fór ég inn í gistinguna til þess að setja sængurverin á sængur og kodda og búa um rúmið. Þunnt bil var á milli stofúnnar og gistingarinnar svo ég heyrði glöggt að maddaman spurði gestinn hvort hann vildi ekki fara að hvíla sig. Hann sagði: „Ég var dálítið þreyttur og nú er ég búinn að hvfla mig, en helst vil ég sofa úti í kirkju.“ Maddaman næstum því kallaði: „Aldrei á mínu heimili hefur neinn gestur þurft að sofa úti í kirkju og nú eru öll gestarúm auð og þau bíða eftir að hvfla þá gesti sem hingað koma.“ Ég heyrði ekki meira, af því að ég fór að sækja vatn í vatnskönnuna fyrir fótaþvottinn. Ég heyrði að maddaman fylgdi gestinum í gistinguna og hún kom svo inn í eldhúsið til mín og bað mig þegar ég héldi að maðurinn væri búinn að þvo andlit sitt og hendur að draga af honum vosklæði sem hann vildi ekki fara úr þegar hann kom, og þjóna honum til sængur. „Þú veist nú hvað það er, telpa mín, svo vel kann mamma þín að þjóna gestum til sængur.“ Eftir dálitla stund barði ég létt þrjú högg á dymar og maðurinn sagði mér að koma inn. Ég kom inn, bauð gott kvöld, setti könnuna á sinn stað og heilsaði síðan með handabandi. Ég gat aldrei fengið af mér að rjúka að alókunnugum mönnum og kyssa þá eins og á þeim tímum var almennur siður. Maðurinn var sestur á stólinn; hann stóð upp og tók með föstu handtaki í hend- ina á mér, ég sagði honum að ég væri komin til þess að draga af honum vosklæðin. „Þess þarf ekki, það geri ég sjálfur," svaraði hann. Ég fór út með þvottafatið, hellti úr því, skolaði það innan og hellti aftur í það volgu vatni úr könnunni. í því ég kom inn hafði gesturinn farið úr útlendum stígvélum og var í sokkunum; ég beygði mig þegjandi og dró af honum sokkana eins og venja var við gesti. Þá sagði gesturinn: „Þetta hefði ég nú getað gert sjálfur.“ „Það er rétt,“ sagði ég, „en maddaman bað mig að þjóna yður til sængur og það verk þykist ég gera eins vel og ég get.“ Síðan tók ég þegjandi þvottafat- ið og þvoði á honum fætuma sem voru mjög óhreinir og sums staðar rauðir og ekki lausir við bólgu. Þegar ég hafði lokið því verki sagði gesturinn: „Þakka yður fyrir, mér var sannarlega þörf á fótabaði. Hvað heitið þér?“ Ég sagði nafn mitt. Þá sagði hann: „Vitið þér nafn mitt?“ Ég svaraði: „Ég veit aðeins það um yður sem maddam- an sagði mér, að þér eruð náttúrufræðingur að rannsaka náttúru lands okkar, um nafn yðar spurði ég ekki.“ Þá tók hann upp eftir mér orðin „land okkar“, þagði augnablik en sagði síðan eins og við sjálfan sig: „Svo þyrfti það að vera að allir gætu sagt með sanni landið okkar.“ Svo spurði hann: „Emð þér vinnukona hér?“ Ég sagði sem var, að ég væri dóttir eins hjáleigubóndans hér frá staðnum. Þá sagði hann: „Ég heiti Jónas Hallgrímsson.“ „Emð þér Jónas Hallgrímsson skáld?“ spurði ég. „Skáld er ég ekki ennþá, en ég vildi verða skáld,“ svaraði hann. Þá rann ljós upp fyrir mér. Sannarlega var þessi maður Jónas Hall- grímsson skáld. Ég horfði fast á hann og mætti þessum dökku, gáfulegu augum sem vom eins og þau gætu horft inn í sál manns. Ég var alltaf vön því að segja það sem mér bjó í brjósti og ég hugsaði: varla er nú þessi maður mikið lærðari en hann sr. Guðmund- ur og hika ég ekki við að segja við hann það sem mér dettur í hug. Ég sagði: „Ef Jónas Hallgrímsson væri ekki skáld þá hefur ekk- 80 TMM 1992:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.