Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 94
en aldrei er að vita nema Jónas hafi einmitt
varpað fram þessari vísu þegar hann kvaddi
séra Pétur — og tíkina Köru — á Staðastað
íágústbyrjun 1841. Hvereðahverjirsemað
því voru áheyrandi gátu tryggt henni langa
lífdaga í byggðarlaginu, og þótt víðar væri.
Hitt er svo spuming út af fyrir sig, hvort
líklegt sé að Jónas hefði sagt „í gær“ eftir
hátt í þriggja sólarhringa dvöl á Staðastað.
En skáldskapur hefur sinn eigin sólargang,
klukkan slær þar ekki ætíð í takt við þreif-
anlegar staðreyndir. Þótt nokkuð ólíkt
standi á, má í þessu sambandi vel minnast
þess að Jónas segir „þar sváfu Danir ígœr“
í kvæðinu um Amarfellsjökul í flokknum
Annes og eyjar — og mun þar eiga við
leiðangur J.C. Scythe um hálendið 1840,
fimm ámm fyrr en kvæðið var ort.
1. Helga Halldórsdóttir setur í lok þáttar síns allt
aðra konu í hennar stað, sem stangast á við ótví-
ræðar heimildir, kallar hana Steinunni Sveins-
dóttur, „systur faktorsins á Búðum“. Þessi
ruglingur, svo langsóttur sem hann er, hefur orðið
til úr því, að fyrmefndur séra Jón, sonur séra
Guðmundar og prestur eftir hann á Staðastað til
1838, síðan á Helgafelli, var kvænturÖnnu, dótt-
ur Guðmundar faktors Guðmundssonar á Búðum
og konu hans, Steinuimar Sveinsdóttur. Bræður
Önnu voru Pétur og Sveinn, báðir faktorar á
Búðum.
TMM 1992:1
84