Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 122
sem smáfjarar út. „Magga í ruggu ruggar /
ruggumamma. / Magga í duggu duggar / duggu-
mamma..A hægri síðu er skipt um ljóðmæl-
anda:
Ég heyri hljóðin dofna,
HÚN ER AÐ SOFNA!
I hjarta finn ég fögnuð:
FRÁBÆRT, HÚN ER ÞÖGNUÐ!
Og litla afstyrmið getur leikið sér í friði fram á
rauða nótt.
Óðfluga er góð bók handa börnum, hlý, fynd-
in, lærdómsrík og rík af upplifunum. En uppá-
haldskvæðið mitt er þó varla fyrir börn, nema
þá þau sem eru komin á stig formlegrar rök-
hugsunar samkvæmt sálfræðingnum Piaget.
(Bókin hentar að öðru leyti prýðilega bömum á
hlutlægu aðgerðastigi, sbr. sama.) Það heitir
„Bókagleypir“ og segir frá Guðmundi á Mýrum
sem borðar bækur, „það byrjaði upp á grín, en
varð svo kækur“. Þessi ástríða hefur gert hann
að lygara, svikara og þjófi, en hann ræður ekki
við sig. „Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
/ hann kemst ekki af með minna en heilan stafla.
.. . gleypir í sig feitar framhaldssögur / og fær
sér inn á milli stuttar bögur.“ En það eru loka-
línumar sem gera útslagið, og ég vil samsinna
þeim um leið og ég geri þær að mínum lokaorð-
um:
Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.
Silja Aðalsteinsdóttir
112
TMM 1992:1