Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gæsastofnum sem verpa hér eða hafa hér viðkomu reiddi yfirleitt þokkalega af á árinu. Heiðagæsa- stofninn setti nýtt stærðarmet í fyrra og taldist vera um 372.000 fuglar. Fari svo fram sem horfir gætu íslensku heiðagæsirnar orðið um hálf milljón innan ekki margra ára, að mati Arnórs Þóris Sigfússon- ar, dýravistfræðings hjá Verkís. Við- koma heiðagæsarinnar verður lík- lega aðeins undir meðallagi í ár, líkt og í fyrra. Ástæða þess er líklega hvað voraði seint á hálendinu. Færri grágæsir voru taldar nú en undanfarin ár. Arnór kvaðst ekki hafa áhyggjur af því vegna þess að grágæsin hefði áður sýnt sveiflur í talningum. „Á síðasta ári var það gott varp að ég vona að þetta hafi verið skekkja,“ sagði Arnór. „Grágæsastofninn er rúmlega 100.000 fuglar eftir að við erum búin að veiða úr honum um 39.000 fugla að meðaltali. Sumarið virðist hafa verið hagfellt grágæs- unum og stofninn virðist standa und- ir þessum miklu veiðum.“ Rúmlega helmingur veiddra grágæsa í haust var ungfuglar sem er hátt hlutfall, að sögn Arnórs. Helsinginn er á uppleið líkt og þeir gæsastofnar á norðurhveli sem hafa lært að nýta sér sambýlið við manninn og sækja í ræktarland. Arnór sagði talið að um 500 hels- ingjapör séu farin að verpa hér á landi, aðallega í Austur-Skaftafells- sýslu en einnig í Vestur-Skaftafells- sýslu. Íslenski helsingjastofninn stækkar hraðar en helsingjastofninn að meðaltali. Margæsin hefur líka verið á uppleið. Blesgæsin á í basli Blesgæsin er eini gæsastofninn sem á í erfiðleikum af þeim sem koma hingað til lands. Árin í ár og í fyrra virðast hafa verið álíka léleg hjá blesgæsinni. Hún verpir á tals- vert stóru svæði á vesturströnd Grænlands. Annar hluti stofnsins hefur vetursetu á Írlandi og hinn í Skotlandi. Svo virðist sem þessir hópar fari að mestu hvor sína leið í farfluginu haust og vor. Írsku fugl- arnir stoppa aðallega á Vesturlandi og verpa yfirleitt norðar á Græn- landi en þeir skosku. Þeir skosku staldra við á Suðurlandi á leið sinni um Ísland. Arnór hefur fylgst með ungahlut- falli í blesgæsahópum sem fara hér um á haustin. Í fyrra var ungahlut- fallið mjög lágt á Vesturlandi en nokkuð gott á Suðurlandi. Sam- anlagt var varpárangur hópanna lé- legur eða aðeins um 10%. Þetta stað- festist síðastliðinn vetur þegar blesgæsirnar komu á vetrarstöðv- arnar. Þessu var líkt farið í haust. Ungahlutfallið var þokkalegt á Suð- urlandi en lélegt á Vesturlandi. Blesgæsir voru alfriðaðar hér á landi 2006 og hefur stofninn að mestu staðið í stað síðan. Varp- árangurinn 2010 var þokkalegur en næstu ár svo lélegur að stofninn rétt náði að standa í stað. GSM-merktu gæsirnar Tveir heiðagæsasteggir, Hörður og Úlfar, voru merktir með stað- setningartækjum með GSM-sendum í fyrrasumar við Hálslón og hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan í gegnum boð frá tækjunum. Úlfar er kominn aftur til Skotlands og hagar sér líkt og í fyrra og heldur sig í Perth-skíri. Varp hans virðist hafa heppnast og hann hagar sér líkt og fjölskyldan sé með í för. Varpið hjá Herði misfórst um miðjan júní og þá slóst hann líklega í för með geldgæsum og flaug með þeim um 1.400 km til Grænlands. Hann datt úr sambandi 24. júní og gaf sig svo fram aftur í byrjun sept- ember í Ísafjarðardjúpi. Þá hafði hann verið í Grænlandi um sumarið og fellt fjaðrir í Germaníulandi, mjög norðarlega á austurströnd Grænlands. Hann fór yfir í Hrúta- fjörð og datt aftur úr sambandi. Grágæsin Díana, sem er kvenfugl, fékk svo staðsetningartæki og sendi á Út-Héraði í ágúst sl. Hún eyddi haustinu á þeim slóðum fram í októ- ber. Þá skellti Díana sér yfir hafið með tvo unga sína og stegg, kom við í Færeyjum og á Hjaltlandi áður en hún tók land í Sanday á Orkneyjum og dvelur nú í Katanesi í Norður- Skotlandi. Skotveiðifélag Íslands styrkti verkefnið og nefndi gæsina eftir veiðigyðjunni. Arnór vill gjarnan geta fjölgað gæsum merktum með GPS-nemum og GSM-sendum upp í tíu gæsir. Hann vill hafa fimm merktar grá- gæsir og fimm heiðagæsir. Hvert tæki 1.200 evrur (187.000 kr.) á ári. Vilji fyrirtæki styðja verkefnið fær það að nefna gæsina og fær tengingu við heimasíðu sem sýnir staðsetn- ingu hennar hverju sinni. Flestir gæsastofnar í góðum vexti  Heiðagæsinni hefur mikið fjölgað  Um 500 helsingjapör verpa hér  Staðsetningarbúnaður á gæsum veitir merkilegar upplýsingar um ferðir þeirra  Grágæsin Díana komin í hóp GSM-gæsa Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Díana Grágæsin var merkt með staðsetningartæki með GSM-sendibúnaði á Út-Héraði sumarið 2014. Tækið er knúið sólarrafhlöðu og skráir staðsetningu fuglsins nokkrum sinnum á dag. Tækið getur geymt margar skráningar og sendir upplýsingarnar um miðnætti dag hvern þegar tækið nær GSM-sambandi. Grágæsin Díana Farflug haustið 2014 Heimild: WWT 2. ágúst - 20. október Út–Hérað 21. október Díana fer til Færeyja 22. október Papa Stour á Hjaltlandi 23. október Sanday, Orkneyjum 29. október Loch Calder á Katanesi í Skotlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra hef- ur ákveðið að Sveitarfélagið Horna- fjörður skuli tilheyra umdæmi lög- reglustjórans á Suðurlandi eftir úttekt á rekstrarforsendum lögregl- unnar á Austurlandi. Eitt síðasta op- inbera verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráð- herra var að ákveða að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglu- stjórans á Austurlandi í stað Suður- lands. Ákvörðunin var umdeild. Fram kemur á vef innanríkisráðu- neytisins, að innanríkisráðherra hafi skrifað undir reglugerð um um- dæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um áramótin þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9. Hefur undirbún- ingur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt sam- ráð við fjölmarga aðila. Þá hefur ráð- herra skrifað undir reglugerð um umdæma- mörk lögreglu- embætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Ný lög um framkvæmdar- vald og stjórnsýslu ríkisins í héraði voru samþykkt á Alþingi fyrr á þessu ári, svo og breyting á lögreglu- lögum Nýir lögreglustjórar og sýslu- menn hafa verið skipaðir. Hornafjörður er aftur kominn suður  Innanríkisráðherra sneri við ákvörðun Ólöf Nordal Hágæða LED útiseríur www.grillbudin.is Frá Svíþjóð 120 ljós 180 ljós 40 ljós 80 ljós 120 ljós 200 ljós 240 ljós 300 ljós 1000 ljós LED LED VELD U SEM E NDAS T OG Þ Ú SPAR AR JÓLA LJÓS Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Opið 11-16 laugardag og 13-16 sunnudag LED 50 ljós 100 ljós 120 ljós 150 ljós 200 ljós 300 ljós 1000 ljós10 og 20 ljósGamaldags Komdu og fáðu ráðleggingar 30-6 0% afsl áttu r af jóla ljós um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.