Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 30

Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íeina tíð selduloddararsnákaolíu og sögðu að væri allrameinabót. Snákaolían er kannski horfin, en ýmsu öðru er reynt að ota að fólki undir því yf- irskini að það geti orðið til þess að lækna sjúkdóma og bæta heilsu. Í frétt á mbl.is var í gær sagt frá því að fyrirtækið Allt hitt fyrir heilsuna í Hafnarfirði framleiddi og seldi tækið Zapp- kit. Það samanstendur af snjallsímaforriti, magnara og rafskautum. Því er haldið fram að með því að senda bylgjur sem samsvara eigintíðni vír- usa, baktería og annarra kvilla sé hægt að hafa áhrif á þá líkt og hljóðbylgjur geti splundrað kristalsglasi. Síðan eru nefndir sjúkdómar á borð við alnæmi, krabbamein og ebólu. Rætt var við Björn Geir Leifsson, skurðlækni á Land- spítalanum, á mbl.is um tækið í gær. „Þetta er auðvitað æv- intýraleg vitleysa,“ segir hann og bætir við: „Þetta byggir ekki á rannsóknum heldur tómri ímyndun og staðfesting- arvillu. Ef þetta væri rétt þá hefðum við enga sjúkdóma því þá væri ekkert mál að lækna þá.“ Fyrr í vikunni var fjallað um markaðssetningu á efninu sa- licinum, sem meðal annars er selt undir merkinu Orasal. Í fréttinni sagði frá því að krabbameinssjúklingur, sem lést á þessu ári, hefði eytt á aðra milljón króna í efnið án þess að það hefði nokkur áhrif á sjúkdóminn. Seljandinn hélt lyfinu að honum og sagði hon- um meðal annars að röntgen- myndir, sem sendar hefðu ver- ið til framleiðandans, sýndu að efnið hefði áhrif. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir krabbameins- deildar Landspítalans, er ómyrkur í máli um salicinum í samtali við mbl.is. „Sjúklingar spyrja mann: „Á ég að taka salicinium?“ Svarið er augljóst nei. Þetta er falslyf, mjög dýrt gervilyf. Þetta er fölsun á versta stigi,“ segir Helgi og gagnrýnir óvægna markaðssetningu á efninu: „Það er verið að hafa fólk að fé- þúfu með því að beita lodd- araskap af verstu gerð. Menn þykjast hafa lykilupplýsingar um það sem er nýjasta nýtt í krabbameinsfræðum og búa til „lyf“ byggt á því sem er algert falslyf.“ Krabbameinslæknar á Land- spítalanum héldu í fyrra fund um salicinum og ræddu hvort ástæða væri að kæra sölu þess hér á landi til landlæknis. Helgi telur að þessu hafi verið sýnt of mikið um- burðarlyndi og kveðst ætla að taka málið upp við nýjan landlækni. Daginn eftir að viðtalið við Helga Sigurðsson birtist sendi Landlæknisembættið frá sér tilkynningu þar sem tekið var undir orð hans í samtalinu við mbl.is. „Landlæknir telur mikilvægt að sjúklingar vari sig á margvíslegum gylliboðum um meðferð þar sem vísinda- legar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á gagnsemi þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sama dag birtist viðtal á mbl.is við Magnús Jóhannsson, lækni og prófessor í lyflækn- ingum, sem starfar hjá land- læknisembættinu. Þar segir hann að mikið framboð sé af hjálækningum á borð við salic- inum. „Þú þarft í rauninni ekki annað en að skoða þessi fylgi- blöð sem eru með Frétta- blaðinu. Það lítur út eins og fréttir en eru auglýsingar eins og þetta sem heitir „Fólk“. Þar er ekkert nema svona rugl meira eða minna þannig að þetta veður uppi,“ segir Magn- ús. Svo virðist sem ekki sé auð- velt að taka á skottulækningum af þessu tagi. Björn Geir Leifs- son hefur orð á því í viðtalinu um tækið Zappkit að eftir að læknalög hafi verið afnumin árið 2005 og lög um græðara voru sett hafi ekki verið til nein lög sem nái yfir þykjustulækn- ingar af þessu tagi. Um leið hafi hugtakið skottulækningar verið numið úr lögum. Hann segir að landlæknir hafi í raun enga lögsögu yfir fólki sem sel- ur óhefðbundnar meðferðir á borð við Zappkit þar sem lög um heilbrigðisstarfsfólk nái ekki yfir það. „Í raun virðist enginn tilbú- inn að reyna að taka á þessu al- mennilega, meðal annars vegna þess að lagagrundvöll- urinn til að taka á þessum mál- um er gallaður. Hver á að vernda fólk gegn vitleysu? Í raun er mjög mikið frelsi til at- hafna af þessu tagi í dag og mjög erfitt að taka á svona fólki sem er að stunda einhvers konar einkennilegar þykj- ustulækningar,“ segir Björn Geir. Vörusvik eru alvarlegt mál. Það á ekki að vera hægt að komast upp með að selja vöru undir fölskum formerkjum og hafa fé af fólki með blekkingum og innantómum loforðum um lækningamátt. Vitleysa, rugl, loddaraskapur og falslyf eru þau orð, sem viðmælendur mbl.is notuðu. Það hljóta að vera til leiðir til að taka á þessu og verja fólk fyrir snákaolíu nútímans. Falslyfjum og þykj- ustulækningum er haldið að fólki með innistæðulausum loforðum} Skottulækningar E ða það mætti allavega halda af rökstuðningi þeirra sem telja Ís- lendinga kristna þjóð. „Megnið af íbúum landsins eru jú skjannahvítir, og byggja líf sitt á hvítum gildum og menningu. Því er í raun alveg eðlilegt að hampa hvítri menningu umfram aðra menningu, og hvít gildi, sem fela í sér mannvirðingu og náungakærleik, eru auðvitað grunnstoðir samfélagsins.“ Svona dytti engum sem gengur heill til skógar að skrifa í fullri al- vöru. Þegar hin svokölluðu kristnu gildi eru skoð- uð nánar þá er satt að segja, fyrir algjörlega guðlausan mann eins og sjálfan mig, erfitt að átta sig á hvað í þeim felst. Í nútímanum virðast kristin gildi nokkurn veginn vera dregin af ýmsum mannréttindasáttmálum, sem flestir litu dagsins ljós eftir síðari heimsstyrjöld. Fram að því, og raunar enn þann dag í dag, frömdu kristnir menn óskilj- anleg grimmdarverk í nafni hins eina rétta guðs, hvort sem það voru krossferðir, nornaveiðar eða rannsókn- arréttur. Kaþólska kirkjan hefur, með fordæmingu sinni á getnaðarvörnum, stuðlað að útbreiðslu alnæmis í fjölda Afríkuríkja, að ógleymdum þeim kristnu mönnum, kaþ- ólsku prestunum, sem misnotuðu drengi í áraraðir. Þetta geta ekki verið þessi kristnu gildi. Þetta minnir óþægilega á orð Barack Obama um pynt- ingar samlanda hans á undanförnum áratug eða svo. „Bandaríkin pynta ekki. Bandaríkjamenn pynta ekki.“ Með þessu reynir hann að selja þjóð sinni, og heiminum öllum, að það sé ekki í bandarískri þjóðarsál að pynta saklausa borgara, sem voru á röngum gatnamótum í Kabúl á röngum tíma. Því miður fyrir forsetann góða, þá hafa Banda- ríkin stundað pyntingar, skipulegar pyntingar, og því ekki í boði að segja það ekki samræmast bandarískri þjóðarsál. Til að kóróna það, þá virðist bandarískri þjóð slétt sama um málið. Rétt eins og þjóðir hafa ekki vilja, þá hafa þær ekki trú. Eins og segir þá á ég mér ekki guði, hvorki á himnum né á knattspyrnuvell- inum. Samt sem áður tel ég mér skylt að koma af kærleika fram við náungann, gera við aðra eins og ég vænti af þeim til baka og þar fram eftir götunum. Ég skal ekki útiloka að á mið- öldum, þegar samfélagið var lausara í reip- unum og neyðin stærri, hafi þurft einhvern ósýnilegan mann á himnum, og fyrrverandi samstarfs- félaga hans í neðra, til að sannfæra sauðsvartan almúgann um þetta. Í dag eru þessi gildi svo samofin samfélaginu að þau stæðu styrk eins og vel gróið bein, eftir að gipsið er tekið af. Ekki misskilja mig. Margt af því besta fólki sem ég þekki eru prestar og kirkjunnar fólk, sem hefur að því er virðist óendanlega ást og virðingu fyrir náunganum, sér- staklega þeim sem minna mega sín. En það sama á við um fjöldann allan af fólki sem á sér enga guði. Það er nefni- lega ekki hverju við trúum sem skilgreinir okkur, heldur hvað við gerum. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Við erum hvít þjóð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Halldórsson sh@mbl.is Fjandsamlegar myndlík-ingar til að lýsa krabba-meini geta reynst sjúk-lingum í meðferð óþægur ljár í þúfu. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn sem birt verður í jan- úarútgáfu sálfræðiritsins Persona- lity and Social Psychology Bulletin. Í niðurstöðum hennar kemur meðal annars fram að sjúklingar eru ólíklegri til að gera mikilvægar ráð- stafanir, svo sem að minnka reyk- ingar og neyslu á rauðu kjöti, þegar talað er um krabbamein sem óvin sem nauðsynlegt er að berjast gegn. „Þegar þú stillir krabbameini upp sem óvini þá vill fólk gjarnan tileinka sér eins konar baráttuhug og telur það skilvirka leið til að tak- ast á við sjúkdóminn,“ segir David Hauser, sem leiddi rannsóknina, í viðtali við tímaritið Time. „Af því leiðir að fólk vill síður gæta hófs og spara kraftana í meðferðinni.“ „Misheppnast í baráttunni“ Önnur rannsókn hefur sýnt að stríðslíkingar geta valdið sekt- arkennd hjá dauðvona sjúklingum og látið þeim líða eins og þeim hafi misheppnast í hinni svokölluðu bar- áttu við krabbameinið. Höfundur þeirrar rannsóknar, prófessor Elena Semino, segir ákveðna sök látna liggja hjá sjúk- lingnum í þeim tilvikum. „Ef sjúk- lingurinn er dauðvona þá er tilfinn- ingin næstum eins og hann hafi gefist upp og ekki barist nógu hat- rammlega gegn meininu,“ segir hún. Erfitt geti þó reynst að breyta þessari tengingu krabbameins við stríð. Í rannsókn Hauser kemur fram að orðin orrusta og barátta eru á meðal þeirra tíu orða sem fólk tengir mest við krabbamein, en í stað þeirra geti verið heppilegra að notast við orð eins og vegferð. Krabbamein er langhlaup Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, segir að reynslan hér á landi rími að miklu leyti við þessar niðurstöður. „Svo sannarlega. Að takast á við sjúkdóminn er yfirleitt ekki spretthlaup, heldur langhlaup. Af þeim sökum er oft betra fyrir fólk að berjast ekki gegn sjúkdómnum heldur að læra að lifa með honum, þrátt fyrir þær takmarkanir sem bæði hann og meðferðin geta haft í för með sér,“ segir Sigrún og bendir á að þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum hefur viðhorf til sjúkdómsins lítið breyst. Fleiri en 12 þúsund á lífi „Fleiri en 12 þúsund Íslend- ingar sem greinst hafa með krabba- mein eru á lífi í dag. Greining- arferlið er mun skilvirkara sem þýðir að fólk kemur almennt fyrr til meðferðar og meðferðirnar sjálfar eru mun betri en áður. Þrátt fyrir þetta hefur viðhorf fólks ekki breyst mikið síðustu ár og krabbamein er enn mjög gildishlaðið orð.“ Hún bætir við að það sama gildi auðvitað ekki um alla. „Fyrir ein- hverja getur virkað vel að fara þessa leið, að líta á sjúkdóminn sem óvin sem þarf að sigra, en það er mikilvægt að gleyma ekki huglæga þættinum. Margir koma til okkar ein- hverjum árum eftir að með- ferð er lokið en hafa þá enn ekki fundið jafnvægi í sínu lífi eftir sjúkdómsferlið. Mikilvæg- ast er að læra að lifa með breyttum aðstæðum, og finna sitt eigið jafnvægi í þeim.“ Vísindunum fleygir fram, viðhorfinu ekki Líf Fleiri en 12 þúsund Íslendingar sem greinst hafa með krabbamein eru á lífi. Vísindunum fleygir fram og gera fólki kleift að lifa með meininu. Sigrún bendir á hugleiðingu sem skrifuð var í tilefni jóla skömmu fyrir aldamót af Ingi- leifu Ólafsdóttur, fræðslufull- trúa Krabbameinsfélagsins, sem lést árið 1999. Hér er gripið á nokkrum stöðum nið- ur í hugleiðingu Ingileifar: „Maður hefur ekki tapað fyrirfram fyrir sjúkdómnum heldur lifir maður áfram með sjúkdóminn. Maður heldur áfram að lifa.“ „Einhvern veginn finnst mér ég fara eins í gegnum aðvent- una núna og alltaf áðu- r...Ég hlakka til jólanna og mér finnst nota- legt að finna fyrir sama gamla jóla- stressinu og alltaf áður. Notalegt að finna að það breyt- ist ekki allt þegar maður greinist með krabba- mein.“ Jólastressið notalegt KRABBAMEIN Á JÓLUNUM Sigrún Lillie Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.