Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 38
Með lögin að vopni Árið 1964 voru röksemdir með og á móti sauðfjárhaldi í Reykjavík svipaðar og áður en nú var einnig vísað til þess að fjárhaldið hefði uppeldisgildi fyrir borgarbörnin, sem ættu æ minni möguleika á því að dveljast í sveit á sumrin. Tónninn hafði breyst. Borgarmyndunin var farin að hafa enn áþreifanlegri áhrif á málflutning manna og í herbúðum beggja lék hún stórt hlutverk. Fjár- eigendur lýstu því t.d. yfir að þeir, sem og margir aðrir borgarar, teldu að sauðfjárhald undir sanngjörnu eftirliti skaðaði engan en gleddi miklu fleiri en sauðfjáreigendur sjálfa, ekki hvað síst yngstu borg- arana. Fjöldi barna í Reykjavík kynntist ekki af eigin raun öðru lífi en því sem þau vendust í borg- arlandinu. Því yrði það mikill sjón- arsviptir fyrir þau að sjá hvorki kindur né hesta öll sín bernskuár, nema þá í gegnum bílrúður þegar ekið væri eftir þjóðvegunum: „Mega það heita einkennilegir menn sem ekki þola sambýli við búfé en er- lendis þykir það víða hið mesta keppikefli enda algengt að sjá ríð- andi menn á götum stórborga er- lendis eða í úthverfum borganna. Ís- lendingar flestir sem komnir eru til fullorðinsára hafa alist upp við bú- fjárhald og haft af því margar ánægjustundir að umgangast búfé enda hefur vist borgarbarna í sveit að sumrinu ætíð verið talin hafa verulegt uppeldislegt gildi. Þeir Ís- lendingar sem nú þola ekki sauðfé og hesta nálægt sér virðast komnir undarlega langt frá uppruna sínum og forfeðrum.“ Á Alþingi spurði einn stuðnings- maður búfjár- halds í þéttbýli: „Hafa kaupstaðir landsins efni á því að banna mönnum að verja tómstundum sín- um til þess að rækta búféð og njóta umgengni við það? Hafa kaupstaðirnir upp á eitt- hvert hollara og betra tómstundalíf að bjóða þeim er þetta aðhyllast og er það til sérstakrar ununar?“ Hann svaraði báðum spurningum neit- andi. Tómstundirnar komu við sögu með öðrum hætti, m.a. var vísað til breyttra atvinnuhátta og hve mikil heilsubót sauðfjárhaldið væri fyrir þá borgarbúa sem ættu kindur. Sæ- mundur Ólafsson forstjóri kexverk- smiðjunnar Esju komst svo að orði: „Fjáreign í Reykjavík er ekki at- vinnurekstur heldur tómstunda- vinna – og með styttum vinnudegi – margir fjáreigendur hafa þægilegan vinnudag – hafa þeir þörf fyrir að geta notað tómstundirnar á ein- hvern jákvæðan hátt. Með því að hafa nokkrar kindur til þess að hugsa um kemur fyrst til greina vetrarhirðingin sem er ómælanlega mikil heilsubót og hugarléttir fyrir þá menn sem borgin kreppir að. Á vorin er það sauðburðurinn sem fer fram í fjárhúsunum, og smala- mennskan upp um fjöll og heiðar og rúningur á fénu sem fer fram víðs fjarri bænum. Í staðinn fyrir að liggja inni, hvernig sem viðrar á sumrin, grípa búfjáreigendur hverja stund sem gefst til að vera úti í sólskininu og sinna heyöfluninni. Á haustin kemur svo smalamennskan, út- réttir, félagsskapur við sér líka úti í náttúrunni …“ Vorið 1964 boðuðu Fjáreigendafélag Reykjavíkur, Sauðfjár- eigendafélag Kópavogs og Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar til opins kvöldfundar um búfjár- frumvarpið í Skáta- heimilinu við Snorra- braut. Þar héldu forystumenn félaganna framsöguræður ásamt flutningsmönnum frum- varpsins og garð- yrkjustjóra Reykjavík- urborgar. Fjölmenni var á fundinum sem stóð fram á nótt, eða í fimm klukkustundir, „og voru umræður all heitar á köflum, einkum af hálfu fjáreigenda.“ Þannig sagði einn fund- armaður í almennum umræðum „að leitt væri til þess að vita að andlegir kalkvistir í borgarstjórn Reykjavík- ur beittu sér fyrir því að banna allt fjárhald í lögsagnarumdæmi bæj- arins. En það væri svo sem auðséð að þetta væri allt runnið undan rifj- um ofstækismanna ... sem ekki þyldu að hafa annað fyrir augunum en hríslur og blóm og kveldust ef þeir sæju ferfætlinga nálægt sér.“ Annar fundarmaður sagði augljóst af umræðum á Alþingi „að nú væru kosningar ekki í nánd, nú þyrfti ekki að nudda sér upp við alþýðuna. Hvers vegna væru þessir menn að tala um lýðræði ef nú ætti að fara að stjórna af einræði.“ Aðrir voru mild- ari í orðavali og gagnrýndu jafnvel félaga sína: „Að sjálfsögðu væru til fjáreigendur sem ekki gættu kinda sinna sem skyldi en það væri hrein fásinna að setja slík lög sem þessi til að verjast ágangi búfjár í Reykjavík og nágrenni.“ Og annar fund- argestur kvað „hart að með lögum þessum væru 130 fjáreigendur látn- ir gjalda þess sem lítill hluti, 10–15 menn, brytu af sér með því að gæta ekki fjár síns sem skyldi.“ Einnig var litið til útlanda. Fundargestur sem hafði ferðast „um margar borg- ir á Norðurlöndum [hafði] ... séð þar víða hesta og aðrar skepnur innan marka miklu stærri borga en Reykjavíkurborg væri. Mætti þá telja skörina vera að færast upp í bekkinn ef Reykjavík ætti að vera alltof fín til að umbera húsdýr innan sinna marka.“ Og þessi gestur spurði jafnframt hvað það ætti „nú að þýða ef ætti að fara að krefja menn um stórfé fyrir það eitt að mega eiga einn hest eða eina rollu fyrir utan það sem hver yrði að greiða af eignum sínum?“ Í lok fundarins var samþykkt tillaga um að skora á Alþingi, og þó einkum þingmenn Reykjavíkur og Reykja- ness, að endurskoða rækilega af- stöðu sína til málsins. Fundurinn taldi „þetta mjög nauðsynlegt vegna freklegrar árásar á frelsi manna og mannréttindi“. Barátta fjáreigenda gegn frum- varpinu dugði þó ekki og það var samþykkt sem lög frá Alþingi eftir heitar umræður sem allnokkrir þingmenn tóku þátt í. Alls greiddu 38 þingmenn með banni en þrír voru því and- vígir. … Með nýjum lögum var borgarstjórn Reykja- víkur nú „heimilt með sam- þykki ráðherra að setja reglugerð um búfjárhald í kaupstaðnum“ en með bú- fjárhaldi var átt við naut- gripa-, hrossa-, svína- og sauðfjárhald og alifugla- rækt. Þó var reiðhestahald undanþegið ákvæðum lag- anna ef það var á vegum hestamannafélaga og þau settu um það reglur sem hlutaðeigandi sveitarstjórn staðfesti. Þar með var starfsemi Hestamanna- félagsins Fáks tryggð. Í reglugerð mátti ákveða að tiltekið búfjárhald væri al- gerlega bannað í borginni, takmarkað að því er snerti fjölda hverrar tegundar eða bundið við tiltekin svæði innan borgarlands- ins. … Eftir að Alþingi hafði samþykkt lögin um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum vorið 1964 leið ekki á löngu uns borgarstjórn afgreiddi viðeigandi reglugerð þar sem tekið var mið af flestum helstu atriðum sem lögin fólu í sér. Það tók ráð- herra aðeins fáeina daga að stað- festa hana og um miðjan júlí birtist auglýsing í dagblöðunum þar sem sagði m.a. að sauðfjárhald, svína- hald og hænsnarækt væri óheimil í Reykjavík nema með sérstöku leyfi borgarráðs. Búfé sem væri haldið án leyfis yrði tekið úr vörslu eig- anda og hann látinn sæta ábyrgð að lögum. Og nú tóku umsóknirnar að streyma inn. Sveitin í sálinni Í bókinni Sveitin í sálinni segir Eggert Þór Bern- harðsson frá búskap og ræktun í Reykjavík á árunum 1930 til 1970. Stór hópur bæjarbúa voru sveitamenn og þeir höfðu með sér viðhorf og venjur úr átthög- unum. Þó fólkið færi úr sveitinni þá fór sveitin ekki svo glatt úr fólkinu. JPV gefur út. Morgunblaðið/Ómar Eggert Þór Bernharðsson er höfundur bókarinnar Sveitin í sálinni. Í Fjárborg árið 1965. Símon Sveinsson sjómaður hugar að fé sínu við 3. götu en hann var þar með 20–30 kindur í húsi. Fjárhúsið fyrir miðri myndinni var hið stærsta í Fjárborg og þar var stærsta hjörðin, um 100 vetrarfóðraðar kindur. Hugljúfar gjafir KYOKA „Happiness” My spirit spreads optimism and goodwill Maxi doll 3,990.- Bolli 2,590.- Lyklakippa 1,990.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.