Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 40

Morgunblaðið - 20.12.2014, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 BÆKUR Tónlistarumhverfið í Reykja- vík fyrir miðja 20. öld. Gríðarmiklar breytingar hafa orðið í tónlistarlífi Íslendinga þá bráðum sjö áratugi sem liðnir eru frá því Sigursveinn settist í Tón- listarskólann í Reykjavík. Líklega er ekki ófyr- irsynju að lýsa í örstuttu máli þeim kring- umstæðum sem þá ríktu á tón- listarsviðinu. Íslendingar voru seint á ferðinni á sviði hljóðfæraleiks miðað við til að mynda þjóðir Mið-Evrópu. Getið er um einstaka mann á miðöldum sem lék á eitthvað sem kallaðist fiðla eða harpa og jafnvel organ. Þórður biskup Þorláksson í Skál- holti er sagður í lok 17. aldar hafa átt hljóðfæri sem nefndust real og symfón en þau gátu verið með ýmsum hætti. Alþýðlegri hljóðfæri voru langspil og hin svonefnda ís- lenska fiðla með tveim strengjum. Magnús Stephensen dómstjóri átti orgel um 1800 en enginn annar virðist hafa kunnað að spila á það. Sveinbjörn Egilsson rektor lék á flautu og Helga Benediktsdóttir kona hans á langspil og gítar snemma á 19. öld. Nútíma fiðlur ruddu sér einnig nokkuð til rúms meðal almennings í Þingeyj- arsýslum um og eftir miðja 19.öld. Pípuorgel kom í dómkirkjuna í Reykjavík 1840 og lítil orgelharm- óníum tóku að sjást í sveita- kirkjum á seinasta fjórðungi 19. aldar. Fyrsti hljóðfæraflokkur á Ís- landi sem vitað er um er Lúð- urþeytarafélag Reykjavíkur sem Helgi Helgason trésmiður stofnaði árið 1876, nýkominn frá námi í Kaupmannahöfn. Nokkrir lúðra- flokkar komu í kjölfarið, svosem á Akureyri, Eyrarbakka, Ísafirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Sumir telja að hröð útbreiðsla hins handhæga orgelharmóníums í kirkjum og heimahúsum hafi tafið fyrir dreifingu strengjahljóðfæra, en hún hófst með kaffihúsamúsík eftir að danskur fiðlari, Oscar Joh- ansen, kom til landsins um 1910. Hann lék meðal annars á Hótel Ís- landi og kenndi nokkrum Íslend- ingum á fiðlu, meðal annarra Þór- arni Guðmundssyni sem seinna varð um langa hríð þekktastur ís- lenskra fiðluleikara og stofnaði meðal annars litla hljómsveit. Ann- ar danskur fiðluleikari, Paul Bern- burg (eldri) kom hingað nokkru seinna en Oscar og stofnaði aðra danshljómsveit skömmu síðar. Þórarinn Guðmundsson stofnaði fyrstu íslensku hljómsveitina haustið 1921. Hann var þá kominn heim fyrir sjö árum eftir að hafa stundað fiðlunám í Kaupmanna- höfn í fjögur ár, fyrstur Íslend- inga. Hljómsveitin spratt upp úr hópi um það bil tuttugu hljóðfæra- leikara sem smalað hafði verið saman undir stjórn Þórarins til að leika við heimsókn Kristjáns kon- ungs 10. fyrr um sumarið. Eftir brottför konungs héldu margir fé- laganna áfram að spila saman og um haustið fékk hún formlega nafnið Hljómsveit Reykjavíkur. Í henni voru í upphafi 23 félagar. Hún hélt nokkra tónleika en logn- aðist brátt út af. Hljómsveitin var endurvakin árið 1925 og var þá ýmist undir stjórn Sigfúsar Ein- arssonar dómorganista eða Páls Ísólfssonar sem komið hafði heim frá námi í Leipzig árið 1921 og þegar látið mikið til sín taka á tón- listarsviðinu. Fyrsta veturinn var skipun hljóðfæra í sveitinni með þessum hætti: 8–9 fiðlur, 1 selló, 1 bassi, 1 flauta, 2 klarínett, 1 fagott, 1 Tónlistarlífið tekur á sig mynd Saga Sigursteins D. Kristinssonar er um margt ein- stæð. Ungur að árum veiktist hann af lömunarveiki og var bundinn hjólastól upp frá því en engu að síður sigraðist hann á flestum þeim hindrunum sem á vegi hans urðu og lét hann að sér kveða á margvíslegum vettvangi. Höfundur bókarinnar er Árni Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Þórarinn Guðmundsson stjórnar Útvarpshljómsveitinni skömmu eftir 1930. Franz Mixa var aðalkennari Tónlistarskólans í Reykjavík fyrstu árin. Hér er hann lengst til vinstri ásamt Þórarni Guðmundssyni, Páli Ísólfssyni og Axel Vold, norskum sellóleikara sem starfaði hér á fjórða áratugnum. Árni Björnsson Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 NAMIKA „Good Fortune” My spirit brings abundance and blessings. Maxi doll 3,990.- Bolli 2,590.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.