Morgunblaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 46
Virgina Woolf naut þess aðlesa nýjar bækur, sam-tímaskáldsögur, vegnaþess að þá yrði hún að
ákveða sjálf hvort eitthvað væri var-
ið í þær. Þeirra forréttinda nýtur
ekki við hér. Woolf er einn af helstu
rithöfundum tuttugustu aldarinnar
og Út í vitann eitt hennar helstu
verka. Árið 1998 skipaði forlagið
Modern Library bókinni í sæti 15 á
lista þess yfir hundrað bestu bækur,
sem skrifaðar hefðu verið á ensku á
20. öld. Það er því ekkert frumlegt
við að lýsa því yfir í ritdómi að hér sé
meistaraverk á ferð.
Bókin kom út fyrst á Englandi ár-
ið 1927. Hún fjallar um Ramsay-
fjölskylduna og tvær heimsóknir
hennar í skosku eyjuna Skye ásamt
vinum og gestum með tíu ára milli-
bili, sitt hvorum megin við heims-
styrjöldina fyrri.
Woolf sækir efnivið bókarinnar að
hluta til í eigið líf og sögu. Fjöl-
skylda hennar átti sumarhús og for-
eldrar hennar eru fyrirmyndir
Ramsay-hjónanna. Bókin er hins
vegar ekki saga mikilla atburða, þótt
í henni sé talsverð innri spenna.
Áherslan er á sálarlíf og tilfinningar,
það sem er á yfirborðinu og það sem
undir því leynist.
Hið sagða og hið ósagða
Woolf glímir við að lýsa því hvernig
fólk hugsar og upplifir hlutina. Hún
lýsir því hvaða áhrif athafnir ann-
arra hafa á fólk, hvaða hugsanir
spretta fram, hvernig ein hugsun
getur ýtt annarri til hliðar, þótt hún
sé ekki fullhugsuð, og skilunum á
milli hins sagða og hins ósagða. Ein
persóna hrósar annarri og hugsar
um leið um það hvað hún sé veik-
lunduð, svo dæmi sé tekið.
Heiti bókarinnar vísar til fyr-
irhugaðrar ferðar á báti út í vita.
Frú Ramsay vonar að hægt verði að
fara, en herra Ramsay slær á það og
segir að veðrið verði ómögulegt, syni
þeirra, James, til mikilla vonbrigða
eins og sést á lýsingu Woolf á við-
brögðum hans:
„Hefði öxi, skör-
ungur eða eitt-
hvert annað
vopn verið til-
tækt, eitthvað
sem hefði mátt
nota til að rista
djúpt sár í
bringu föður
hans og drepa
hann á þessari stundu, hefði James
gripið til þess. Slíkar voru öfgarnar í
tilfinningunum sem hr. Ramsay
vakti í brjósti barna sinna með nær-
verunni einni saman …“
Þessi spenna kemst hins vegar
ekki upp á yfirborðið.
Woolf var innra líf mannsins hug-
leikið og hún reyndi að fylgjast með
eigin þankagangi og nýta í söguna.
Bók Woolf hefur haft mikil áhrif á
bókmenntirnar og gætir þeirra einn.
Til marks um það er að þegar Hann-
ah Kent, höfundur bókarinnar Náð-
arstund, sem fjallar um síðustu mán-
uðina í lífi Agnesar Magnúsdóttur
áður en hún var tekin af lífi, var beð-
in um að nefna bækur í uppáhaldi í
samnefndum dálki á bókaopnu
sunnudagsblaðsins í nóvember tiltók
hún Út í vitann, sem hún las 17 ára
gömul.
Áhrif Virginu Woolf
„Ég hafði áður kynnst bókmenntum
þar sem kafað var ofan í innra líf
sögupersóna, en aldrei rekist á
skáldsögu þar sem hugsanir sögu-
persóna voru sýndar af svo djúpu
innsæi,“ skrifar Kent. „Bókin hafði
mikil áhrif á mig sem verðandi rit-
höfund og síðan hef ég verið gagn-
tekin af því huglæga í reynslu okkar.
Hvernig getum við nokkurn tímann
þekkt og skilið þá sem eru í kringum
okkur? Hvernig getum við nokkurn
tímann gert okkur skiljanleg?“
Þessi orð ástralska rithöfundarins
segja sitt um það hvernig bók-
menntaverk lifa ekki bara sem slík,
heldur geta átt sér framhaldslíf með
því að verða öðrum höfundum inn-
blástur.
Það hefur ekki verið einfalt verk
að þýða Út í vitann. Woolf skrifar oft
langar setningar og flóknar með
ljóðrænum lýsingum og það hefði
verið hægur vandi að klúðra þýðing-
unni. Herdísi Hreiðarsdóttur tekst
hins vegar mjög vel upp í þýðingu
sinni og á þakkir skildar fyrir að
koma þessu lykilverki bókmennt-
anna yfir á íslensku með glæsibrag.
Innra líf Mikill fengur er að íslenskri þýðingu á Út í vitann eftir Virginu
Woolf. George C. Beresford tók þessa mynd af Woolf 1902, er hún var tvítug.
Skáldsaga
Út í vitann bbbbm
Eftir Virginiu Woolf. Herdís Hreið-
arsdóttir þýddi. Ugla, 2014. 328 bls.
KARL
BLÖNDAL
BÆKUR
Út í ystu kima
sálarlífsins
Út í vitann eftir Virginiu
Woolf er meðal uppá-
haldsbóka Hönnuh
Kent, sem slegið hefur í
gegn með bók sinni,
Náðarstund, sem fjallar
um aftöku Agnesar
Magnúsdóttur.
46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
BÆKUR
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
Hurðir og gluggar
í miklu úrvali