Morgunblaðið - 20.12.2014, Side 66
66 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er lífsnauðsyn að eiga trúnaðar-
vin til þess að deila með gleði og sorg. Látið
ekki smámótbyr draga úr ykkur kjarkinn,
hann á að stæla og herða.
20. apríl - 20. maí
Naut Orðum þarf að fylgja einhver athöfn
því annars missa þau marks. Mundu að einn
góðan veðurdag kannt þú að vera í hans
sporum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt að öllum líkindum lenda í
deilum við maka þinn í dag. En þið byrjið að
skilja hvort annað eftir að gneistar á milli
ykkar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu varlega og láttu hálffulla glasið
njóta vafans. Erfiðleikarnir eru bara til að
yfirstíga þá. Verið tilbúin að grípa tækifærin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hittir einhvern sem hefur annan
bakgrunn en þú og það leiðir þér fyrir sjónir
að það er fleira sem sameinar okkur mann-
fólkið en skilur okkur að. Slakaðu bara á og
horfðu á úr fjarlægð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það kostar sitt að koma sér áleiðis.
Stuttar ferðir, erindi, verslun og viðskipti og
spjall á förnum vegi eru meðal verkefna
hennar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinnuaðferðir þínar mæta nú skilningi
manna og þú getur reiknað með því að ár-
angurinn láti ekki á sér standa. Treystu á
sjálfan þig því aðrir munu ekki leysa þessi
mál fyrir þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að melta þá hluti sem
nú valda þér hugarangri. Hafðu það í huga
þegar þú ákveður framhaldið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að læra að gera þér
mat úr þeim tækifærum sem þér bjóðast.
Farðu varlega í eyðsluseminni, þú ert ekki
beinlínis óhlutdrægur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fyrsta skref þitt í tilteknu verkefni
er ekkert annað en það, það er byrjun. Gefðu
öðrum líka nægan tíma til að melta málin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er í góðu lagi að þú gerir
eitthvað fyrir sjálfan þig nú þegar þú hefur
skilað af þér umfangsmiklu verkefni. Gefðu
þér því góðan tíma svo allt fari nú á besta
veg.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að íhuga vandlega með
hverjum hætti þú ætlar að ná takmarki þínu.
Hvaðeina sem viðkemur útgáfu, fjölmiðlum
eða lögmálum mun batna til muna á þessum
tíma.
Síðasta vísnagáta var eftir Guð-mund Arnfinnsson með þeirri
athugasemd að nú liði að jólum og
þá væru ýmsar vættir á sveimi:
Í tafli kóngi vörn hann veitir,
vondum kominn er af tröllum,
ferðaskóna fagur skreytir.
Fata bætir hann úr göllum.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Leppur kónginn ver.
Skór fær lopaleppinn góða.
Leppur bótin er.
Pétur Friðrik Þórðarson svarar
þannig:
Hreyfður „leppur“ kóngur flatur liggur.
Þá Leppalúða kætist fúla geð.
Með lepp í skónum heim að ganga
hyggur
hylur götin leppadruslum með.
Og að lokum ráðning Guð-
mundar sjálfs:
Leppur kóngi liðstyrk veitir.
Leppur kemur af vondum tröllum.
Rósaleppur skóna skreytir.
Skýlir leppur fatagöllum.
Og eins og oft áður fylgir hann
ráðningu sinni eftir, nú með brag-
hendu:
Leppur hann er hrekkjusvín,
en hálfgerð rola,
vandarhöggin víst má þola
í vistinni hjá Grýlu og Bola.
Síðan lætur hann gátu fylgja –
„sem Laugavegskarlinum væri svo
sem tiltrúandi að leysa“:
Þetta er á þér og mér.
Þetta erum við báðir.
Á hrossi kennt við konung er.
Kannski þú gátu ráðir?
Jólin nálgast nú óðum og valda
því að svör við gátunni verða að
berast í dag eða á morgun til að ná
laugardagsblaðinu 27. desember.
Ármann Þorgrímsson hvetur til
þess að allir komist í jólaskap:
Heilög færist hátíð nær
hætta skal að yrkja níð.
Jafnvel gamla Framsókn fær
frá mér ósk um betri tíð.
Í Fréttablaði Iðunnar, sem nú er
nýútkomið, er þessi staka eftir Sig-
rúnu Haraldsdóttur:
Hvergi má nú fífil finna,
fölva slær á haga,
sárlega ég sakna hinna
sumarbjörtu daga.
Hér kemur að lokum gömul jóla-
vísa:
Æðst allra eika
eitt tréð ber skjól,
Þar vildi ég leika
þríhelg öll jól.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Leppur á fjöllum og leppur í skó
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HJARÐFLÓTTI!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... maður í svuntu!
VOFF VOFF
VOFF
VOFF
EINKASAMTAL
AMLÓÐI, HÉR KEMUR
FAÐIR ÞINN AFTUR ÚR
SPÁNARFERÐINNI SINNI...
EN ÞETTA ER HUGSANLEGA EKKI
BESTI TÍMINN TIL ÞESS AÐ
SPYRJA HVERNIG HONUM GEKK
DÝRASÁLFRÆÐI
OG RÁÐGJÖF
HANN SITUR EKKI
EINU SINNI Í
KJÖLTU
MINNI LENGUR
JAFNAÐU ÞIG.
Víkverja þykir gaman að keyra ívetrarfærð. Það er vegna þess
að hann telur sig svo ósköp flinkan
ökumann. Víkverji tekur fram að
hann „telji“ sig vera það vegna þess
að hann hefur ekki fest bílinn sinn í
snjóþyngslunum. Bíllinn sem Vík-
verji keyrir um á myndi flokkast
sem bíltík, því hann er lítill, léttur
og gamall. En Víkverji vill þó ekki
nota þetta niðrandi orð um þennan
þarfasta þjón í lífi sínu.
x x x
Það eru margir sem amast yfirsnjónum því þeir telja hann
skerða ferðafrelsi sitt – sem hann
vissulega gerir. Þessir sömu ein-
staklingar eru oftar en ekki argir
og pirraðir í akstrinum í umferð-
inni, og eru í ofanálag að flýta sér
að redda hinu og þessu rétt fyrir
jólin.
x x x
Víkverji hafði hlustað á útvarpið,nánar tiltekið Rás 2, á föstu-
daginn. Þar var verið að agnúast
yfir aksturslagi fólks því það tæki
ekki nægilegt tillit í umferðinni.
Það lenti í árekstri og æki í burt.
Hvurslags ómenni eru þar á ferð?
x x x
Eftir að hafa hlustað á þessar leið-inlegu fréttir þá dreif Víkverji
sig af stað út í jólaumferðina. Vík-
verji komst ferða sinna klakklaust
enda með góða skapið að vopni.
Honum þóttu flestir bílstjórar sýna
tillitssemi. Hins vegar var erfitt að
sjá gangandi vegfarendur reyna að
komast ferða sinna í Skeifunni. Þar
hafði ekki mikið verið rutt. Þeir
gangandi þurftu að klofa yfir háa
skafla til að komast leiðar sinnar á
gangbrautum. Víkverji býst við að
mokarar borgarinnar komi við í
Skeifunni.
x x x
Vetrarríkið á landinu er ákaflegafallegt. Friður, kyrrð og ró
færist yfir Víkverja í snjónum og
fátt skemmtilegra en að vera utan-
dyra og njóta töfranna. Það er
nefnilega gaman að ganga í barn-
dóm, kapplæða sig og leika sér úti í
snjónum líkt og lítið barn.
Og munið að gefa litlu smáfugl-
unum! víkverji@mbl.is
Víkverji
Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg-
semd, minn örugga klett og athvarf
mitt hef ég í Guði. (Sálmarnir 62:8)
AbsorBurn®
Kælir brunasár hratt og lengi
Gott að eiga um jól og áramót:
Fæst í öllum apótekum. Umboðsaðili: Celsus ehf.
�Minnkar sársauka strax
� Kaldur gelsvampur & fljótandi gel
� Helst vel á, dettur ekki af
� Lækkar hita í sári um 6-7°C
� Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir.
Fyrsta hjálp á 1. og 2. stigs
brunasár. Gott að eiga
um jól og áramót
við eldamennsku
og meðferð flugelda.